Andvari - 01.06.1966, Page 87
ANDVARI
BLÓÐ OG JÁRN FYRIR EINNI ÖLD
85
Vínarþingið.
liði hennar á byltíngarárunum. Þessi
menntaða borgarastétt samdi stefnuskrá
byltingarinnar og stjórnarskrá þess ríkis,
er hún vildi skapa, markaði allt svipmót
hinnar pólitísku framvindu. En hún var
ekki ein að verki í framkvæmd byltingar-
innar. Að baki henni stóðu smáborgarar
sundurleitustu tegundar, handverkssvein-
ar og lærlingar og verkamenn hinna ungu
iðnaðarhorga. En á tímum hinnar þýzku
byltingar voru allar þessar stéttir á linnu-
lausu geisi, sumar í sköpun, aðrar í hnign-
un, því að við höfum fyrir augum um-
brotaþjóðfélag, þar sem borgaralegir lífs-
hættir í iðnaði, verzlun og peningavið-
skiptum eru að brjótast fram, velta af
sér atvinnuskipan, sem bar óteljandi leifar
miðaldanna. Það voru raunar þessar lág-
stéttir að baki borgurunum, er unnu
hvunndagsverk byltingarinnar, báru kröf-
umar út á götuna, börðust við her og lög-
reglu, veltu með handafli sínu hinum
gömlu máttarvöldum Þýzkalands úr sessi.
í fyrstu gekk byltingis fram í einni órofa
fylkingu. En ekki höfðu fyrstu sigrarnir
fyrr verið unnir en byltingaröflin tóku
að skiljast í sundur, hver stétt fór að
orða sérkröfur sínar og hagsmuni, hinn
ungi verkalýður reynir með ýmsum hætti
að bera fram kröfur og tilmæli, sem voru
ekki af heimi þessarar borgaralegu bylt-
ingar. Hér birtir kommúnisminn í fyrsta
skipti pólitíska stefnuskrá sína, hinir ungu
höfundar sósíalískrar kenningar, Marx og
Engels, starfa á byltingarárunum í Köln,
gefa þar út hvassyrtasta blað þeirra tíma
og krefjast þess að allt Þýzkaland verði
gert að einu og óskiptu lýðveldi. Hin