Andvari

Årgang

Andvari - 01.06.1966, Side 96

Andvari - 01.06.1966, Side 96
94 SVERRIR KRISTJÁNSSON ANDVARI Borgarastétt sú, sem nú gekk fram á sviðið og hafði vaxið að auði og afli, var enn sem fyrr hávaðasöm, en hin póli- ■tísku afturhaldsár höfðu gætt hana rúm- helgu raunsæi, sem minna hafði borið á á æskulegum funa marzbyltingar- innar. Enn sem fyrr kraföist hún sam- einingar Þýzkalands með lýðræðislegu ívafi að meira eða minna leyti svo að framleiðsluöfl hennar og viðskiptahættir fengi svigrúm á þjóðlegum grundvelli. Hið nána samhengi, er var með efnahags- legum þörfum hennar og þjóðernislegum draumum, birtist skýrast í tvennum sam- tökum, er hún stofnaði undir lok hins sjötta áratugs: Það var Þing þýzkra at- vinnurelianda og Þjóðarsambandið. Þing- ið var farandfundur iðjuhölda og at- vinnurekenda, sem ár hvert var háð í borgum víðs vegar um landiÖ og ræddi atvinnuleg hagsmunamál) stéttarinnar. En Þjóðarsambandið var pólitískur flokk- ur frjálslyndra stjórnmálamanna, stofn- að í Eisenach, og reyndi að sameina borgarastéttina um lýðræðislegar stjórn- lagakröfur. Á prússneskri grund tóku samtökin upp nafnið Framsóknarflokkur, sem stofnaÖur var 1861. Pólitískir for- ingjar Þjóðarsambandsins voru sann- færðir um, að Prússland eitt gæti leitt sameiningarmál Þýzkalands til sigurs, en þeir höfðu ekki í huga hið afturhalds- sama Prússland junkaranna, heldur lýð- ræðissinnað, frjálslynt Prússland. í ann- aS sinn á einum áratug bauð borgara- stéttin Prússakonungi að gerast leiðtogi allrar þýzku þjóðarinnar. Sú frjálslyndisöld, sem menn töldu gengna í garð, er Vilhjálmur Prússa- prins tók við stjórnvelinum stóð ekki nema í þrjú ár, eða þar til Vilhjálmur I. var krýndur til konungs 1861. Eftir krýninguna var hann haldinn guðsnáð- arhugmyndum prússneskra konunga svo sem ljóst var af orðum hans, er hann mælti við sendinefnd frá prússneska Landsþinginu: Þjóðhöfðingjar Prúss- lands hafa tekið viS kórónu sinni frá guði. . . Nýjar stofnanir hafa risið upp umhverfis krúnuna. Samkvæmt þeim eruð þér kvaddir til að gefa krúnunni ráð. Þér munuð gefa mér ráð og eg mun hlusta á ráð yðar. Það voru engin tök á að misskilja þetta konunglega goðsvar. Raunar hafði Landsþingið þegar staðið í deilu við krún- una út af löggjöf um prússneska herinn í eitt ár. Þessi lög höfðu ekki aðeins í för með sér aukin útgjöld, heldur gerðu þau herinn sjálfan að bitrara vopni í hendi konungsvaldsins gagnvart hinum trúu prússnesku þegnum. 1 kosningunum til Landsþingsins í árs- lok 1861 fengu frjálslyndir mikinn meiri- hluta. Þegar þingið kom saman í janúar 1862 skarst svo í odda meS því og stjórn- inni, að kvaddur var her til borgarinnar, ef svo skyldi fara, að marzviðburðirnir endurtækju sig. Enn var þingiS leyst upp og efnt til nýrra kosninga og blygðunar- lausum bolabrögðum beitt við kjósendur af ríkisins hálfu. Og enn beið stjórnin herfilegan ósigur. Um sumariS syrti enn meir í álinn, er þingið felldi fjárveitingu til hersins, harðsvíruSustu ráðherrar misstu kjarkinn og konungur hótaði að segja af sér. Þá var það, að Otto von Bismarck átti leiS um Berlín og var kvaddur á konungsfund 22. september. Konungur tjáði Bismarck, að hann hefði ákveðið að segja af sér, þar sem hann fyndi enga ráðgjafa er væru fúsir til að fara með stjórn nema að láta undan meirihluta þingsins. Bismarck svaraSi, að hann væri reiSubúinn að taka við ráðherraembætti. Þegar konungur spurði, hvaSa skilyrði hann setti við embættis- töku sinni, svaraði hann: Alls engin. Mér er innanbrjósts eins og riddara frá kjörfurstadæminu Brandenburg, sem sér
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.