Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.1966, Blaðsíða 99

Andvari - 01.06.1966, Blaðsíða 99
ANDVARI BLÓÐ OG JÁRN FYRIR EINNI ÖLD 97 langri sendilicrraþjónustu og í annan stað var borgarastéttin orðin svo mikils háttar í Prússlandi og raunar í öllum löndum Þýzka ríkjabandalagsins, að þess var enginn kostur að stjórna henni með byssustingjum einum saman. A því er enginn vafi, að Bismarck vildi komast að samkomulagi við hina þvermóðsku- fullu fulltrúadeild, en hann fékk því ekki ráðið vegna þrjózku konungs og þeirra hirðmanna, er næstir honum stóðu. Þegar þingið kom saman í byrjun árs 1863 lýstu foringjar stjórnarandstöðunn- ar því yfir í ávarpi til konungs, að sam- komulag yrði ekki meðan þau ákvæði stjórnarskrárinnar, er banni öll ríkisút- gjöld nemá þau hafi stoð í fjárlögum, séu brotin, en stjórnin fari sínu fram um útgjöld án fjárlaga. Bismarck bar litla virðingu fyrir stjórnarskrárlögum ef því var að skipta og var ófús að ræða við þingið um málið á réttarfarsgrundvelli, enda voru í flokki stjórnarandstöðunnar sumir af slyngustu lögfræðingum og lög- vísindamönnum Þýzkalands. En hann benti á 62. gr. stjórnarskrárinnar, sem mælti svo fyrir, að lög þurfi samþykki þriggja aðila, krúnu, höfðingjadeildar og fulltrúadeildar. Nú væri sú glompa í stjórnarskránni, að ekkert væri um það sagt, hvað gera skyldi, ef þessir þrír að- ilar löggjafarvaldsins yrðu ekki á einu máli. Löggjöfin yrði því að hvíla á sam- komulagi hverju sinni, en ef samkomu- lagskeðjan yrði rofin vegna þess, að einn löggjafaraðili vildi koma fram sinum mál- um með einræði, þá upphefjist deilur, sem ekki verði skorið úr nema með valdi. Því að tilvera ríkisins má ekki raskast, það verður að lifa og starfa áfram undir forustu þess, sem með valdið fer. Við þetta sat. Stjórnarandstaðan brá nú Bis- marck ekki aðeins um að vilja leysa póli- tísk vandamál með blóði og jámi, heldur einnig um það, að rétturinn ætti að víkja fyrir valdinu. Bismarck lét sér þetta í léttu rúmi liggja, en staðfesti ásakanir stjórnarandstöðunnar með þvi að leggja hömlur á prentfrelsi blaðanna og hefja ofsóknir gegn embættismönnum, sem kunnir voru fyrir frjálslyndi. Þetta hafði þó öfug áhrif. 1 kosningum í október 1863 unnu borgaraflokkarnir stórsigur og ríkis- stjórnin taldi ekki nema 38 fylgismenn í hinu nýja þingi. Deila þings og ríkis- stjórnar hafði aldrei verið harðari, Vil- hjálmur I. varð mjög hugsjúkur og sá fyrir augum sér fallöxina reidda á hallar- torginu og minntist örlaga Karls I. Eng- landskonungs og Loðvíks XVI. Frakka- konungs. Bismarck var í miklum vanda staddur. Hann fékk ekki neinu tauti komið við borgaraflokkana og þá var það, að hon- um datt í hug að leita bandalags við al- múgann, verkalýðinn, fjórðu stéttina, svo sem verkamenn voru kallaðir á þessum árum. Árið 1863 hafði Ferdinand Lass- alle stofnað Verkamannaflokk og á stefnuskrá hans skartaði krafan um al- mennan kosningarétt. Bismarck bað Lassalle að koma til fundar við sig og um lágnættið ræddust þeir við nokkur kvöld, hinn aðalborni forsætisráðherra og hinn júðski alþýðuforingi, raunar sagði Bismarck síðar í þingræðu, að Lassalle hefði oftast haft orðið. Bismarck hafði fengið svo raunalega reynslu af hinum fjárbundna þrískipta kosningarétti í Prúss- landi, að honum datt í hug að afnema hann, veita snauðri alþýðunni kosninga- rétt til jafns við hinar auðugu stéttir, teygja almúgann til fylgis við hið prúss- neska konungsveldi í baráttu þess við póli- tískar kröfur borgarastéttarinnar. Það varð þó ekki af þessu í þetta sinn, en viðræður hans við leiðtoga hins unga verkalýðs sýna betur en flest annað, að Bismarck sveifst einskis í stjórnmálum, hirti ekki hót um hvaða vopni hann brá, 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.