Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.1966, Blaðsíða 106

Andvari - 01.06.1966, Blaðsíða 106
ÞORVALDUR SÆMUNDSSON: Snemma beygist krókurinn . . . i Líklegt má telja, að marga, sem mætur hafa á Ijóðum öndvegisskálda okkar að fornu og nýju, muni fýsa að vita nokkur deili á æskuverkum þeirra og vilji gjarnan fylgjast með þroskaferli þeirra frá því er þau komu fyrst fram á sjónarsvið bókmenhtanna þar til þaki náðu hátindi listar sinnar. Ekki er þó ætíð auðvelt að kynnast þeim þróunar- ferli, því að sumir höfundar birta helzt ekki verk sin fyrr en þeir hafa náð þeim tökum á formi og stíl og listþroski þeirra er orðinn slíkur, að verk þeirra velflest eða öll eru orðin gallalítil eða jafnvel gallalaus. Þannig er um mörg fyrri tíma skáld, og af síðari tíma skáldum má t. d. benda á Grím Thomsen, Einar Bene- diktsson, Stefán frá Hvítadal, Davið Stef- ánsson o. fl., er komu sem fullmótuð skáld fram á sjónarsviðið með fyrstu ljóðum sin- um og héldu síðan sigurgöngunni óslitið áfram, meðan líf og kraftar entust. Sum skáld eru aftur á móti óðfús að fá verk sín birt sem fyrst og hirða lítt um, þótt viðvaningsbragur kunni á þeim að vera. Þroskaferil þeirra má síðan rekja stig af stigi, unz þeir hafa náð skáldfrægð. Enginn er smiður í fyrsta sinn, segir máltækið, og líkt er því farið með skáld og listamenn. Öllum er þeim sameigin- legt að hafa átt sinn vaxtar- og þroska- feril, verk þeirra hafa í fyrstu verið við- vaningsleg og ófullkomin, en aukinn aldur og vaxandi andlegur þroski, svo og meiri láfsreynsla, hafa gefið þeim byr í seglin, gætt þá víðsýni og dýpri skilningi, gert þá skyggnari á lífið og köllun listar sinnar. 1 þáttum þeim, er hér fara á eftir, verður engin tilraun gerð að rekja þroska- feril neins skálds, en dregnar skulu fram fyrstu vísur ýmissa stórskálda og farið nokkrum orðum um tilefni þeirra, eftir því sem bezt er vitað, eða þau hafa sjálf frá skýrt. Vera má, að einhverjir hafi gam- an af að sjá hvernig sumir, er síðar urðu meðal mestu skáldsnillinga okkar, stigu sín fyrstu spor á skáldskaparbrautinni. II Yngsta skáld, sem sögur fara af að kastað hafi fram vísu, mun vera Egill Skallagrímsson. Þá átti hann að hafa verið aðeins þriggja vetra. Tilefnið var, að Yngvar, tengdafaðir Skallagríms, sem flutzt hafði út til íslands og bjó á Álftanesi á Mýrum, bauð Skallagrími eitt sinn þangað til sín, ásamt Beru dóttur sinni, konu Skallagríms, og Þórólfi syni þeirra, ásamt þeim mönnum öðrum, er þau Skallagrímur vildu að færi. Vildi Egill sonur þeirra fá að fara með þeim til veizlunnar. ,,Á ek þar slíkt kynni sem Þórólfr," segir hann. „Ekki skaltu fara," segir Skallagrímur, ,,því at þú kannt ekki fyrir þér at vera í fjölmenni, þar er drykkjur eru miklar, er þú þykkir ekki góðr viðskiptis, at þú sér ódrukkinn". Þegar Skallagrímur og fólk hans var riðið á brott, gekk Egill úr garði og hitti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.