Andvari

Volume

Andvari - 01.06.1966, Page 108

Andvari - 01.06.1966, Page 108
106 ÞORVALDUR SÆMUNDSSON ANDVARI Ok í þat mund kómu þeir Hallfreðr ok förunautr hans ok sá spjótin. Hall- freðr mælti: „Komnir munu hér menn nökkurir um langan veg, ok gættu hesta okkara, en ek mun fara til dyngju Kol- finnu.“ Ok svá gerir hann. Hann settist hjá henni ok spurði, hvat komit væri, — „en engi þekkð mun mér á þeim vera, því at þeir munu biðja þín, ok ;trúi ek, at þat mun eigi vel verða.“ Kolfinna segir: „Láttu þá fyrir því sjá, er ráða eigu.“ Hann segir: „Finn ek, at þér þykkir nú þegar biðill þinn betri en ek.“ Hallfreðr setti hana í kné sér úti hjá dyngjuvegginum ok talaði svá við hana, at allir sá, þeir er út gengu. Idann sveigir hana at sér, ok verða þá einstaka kossar. Nú koma þeir Gríss út. Hann mælti: „Flverir eru þessir menn, er hér sitja á dyngjuvegginum ok látast svá kunn- liga við?“ Gríss var heldr óskyggn og súreygr. Avaldi segir: „Hallfreðr er þar ok Kol- finna dóttir mín.“ Gríss mælti: „Er þetta vanði þeira?" „Oft berr svá til,“ kvað Ávaldi, „en þú verðr nú þetta vandræði af at ráða, er hon er þín festarkona." Gríss segir: „Auðsætt er þat, at við mik vill hann nú illt eiga, ok er slíkt til hræsni gert.“ Nú ganga þeir Gríss til hesta sinna. Þá mælti Hallfreðr: „Vita skaltu þat, Gríss, at þú skalt fjandskap minn hafa, ef þú ætlar þér þenna ráðahag.“ Már mælti: „Engis munu þín orð metin, Hallfreðr, um þetta mál, ok mun Ávaldi eiga ráð dóttur sinnar." Þá kvað Hallfreður vísu: Svá nökkvi verðr sökkvis sannargs troga margra ægilig fyr augum allheiðins mér reiði sem ólítill úti alls mest við för gesta, stærik brag, fyr búri búrhundr gamall stúri. Merking vísunnar er: Reiði hins sannraga, hundheiðna troga- sýslunarmanns finnst mér álíka ægileg sem stór gamall búrhundur gjammi önuglega úti fyrir búri þegar gestir koma. Eg yrki vísu. Idallfreður er um tvítugt, þegar hér er komið sögu. Ber visan með sér, að hann er þá enginn viðvaningur í vísnagerð, þótt aðrar vísur hans séu ekki fyrr greind- ar í sögunni, svo og það, að ekki er of- mælt sem fyrr segir um skáldskap hans, að hann var „heldur níðskár." Munu þó flestir lesendur virða honum til vorkunn- ar, þótt hann vandi ekki Grísi kveðj- urnar, eins og á stóð. — Seinna átti hið harðlynda vandræðaskáld eftir að kveða fleiri og bitrari níðvísur, og varð þá stundum að gjalda fyrir flímið með dýrum gripum, enda komst hann á bana- beði svo að orði um sjálfan sig, að hann hefði „ungur verið harður í tungu". Það er einmitt harkan, óbilgirnin og stríð- lyndið, sem setur mark á margar vísur hans. Og það hefur valdið honum óvin- sældum margra og gert hann vinafærri en ella mundi verið hafa. En drottin- hollur var hann til hinztu stundar, og yfir bezta kveðskap hans hvílir hin nor- ræna heiðríkja, karlmennska og æðru- lausa ró, sem gerði hann stóran á hætt- unnar stundum. IV Kormáks saga er án efa ein harmljúf- asta ástarsaga norrænna bókmennta. Og þótt hún beri flestum íslendingasögum fremur vitni þess að vera að miklu leyti skáldsaga, er bókmenntagildi hennar þar fyrir sízt minna en hinna, er sannsögu- legri kunna að vera. Kormákur Ogmund-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.