Andvari

Årgang

Andvari - 01.06.1966, Side 111

Andvari - 01.06.1966, Side 111
ANDVARI SNEMMA BEYGIST KRÓKURINN .. . 109 Sturlusonar, er hann skráði sögu hans. En það er öðru nær en sagnaritarinn lyti að slíkum hégóma. Hinn merki sagnarit- ari er undarlega íáorður um uppvöxt og þroskaferil Snorra í Odda og menntun hans þar, á því mikla höfuðbóli og menntasetri, getur þess aðeins stuttlega, að Snorri hafi farið þangað þre- vetur í fóstur til Jóns Loftssonar og verið nítján vetra, er fóstri hans andaðist 1197. Eftir það hafi hann verið þar um hríð með Sæmundi syni Jóns, sem tók við Oddastað eftir lát föður síns. Síðan er sagt frá giftingu Snorra og Herdísar Bersadóttur frá Borg, talin börn þeirra tvö, svo og börn þau, er Snorri átti með öðrum konum. Að öðru leyti snýst mest- öll frásögnin í þessum þætti Sturlungu, þar sem Snorra er getið, um veraldar- vafstur hans og auðsöfnun, deilur hans við ýmsa innlenda höfðingja og ferðir hans á fund Noregskonungs og Skúla jarls. Aðeins á tveimur stöðum í sögunni er að því vikið með örfáum orðum, að þessi mikli ritsnillingur og skáld hafi fengizt við bókmenntastörf. — Fyrri frá- sögnin er á þá lund, að Snorri var staddur í Noregi árið 1220 og hafði þá dvalizt þar tvo vetur. Vann hann þá það afrek að afstýra herför til íslands. Voru Norð- menn um þær mundir mjög reiðir íslend- ingum, einkum Oddaverjum, og hugðust senda herlið til íslands um sumarið. „Váru til ráðin skip ok menn, hverir fara skyldi,“ segir sagan. Löttu flestir hinir vitrari menn ferðarinnar og mest Snorri. „Ok kallaði þat ráð at gera sér at vinum ina beztu menn á Islandi og kallaðist skjótt mega svá koma sínum orð- um, at mönnum myndi sýnast at snúast til hlýðni við 'Nóregshöfðingja." Varð það að ráði, að Snorri var sendur til Islands til þess að telja helztu höfð- ingja landsins á að snúast til hlýðni við Hákon konung og Skúla jarl. Höfðu þeir höfðingjar áður gert Snorra skutilsvein sinn og lendan mann. Síðan segir í Sturl- ungu orðrétt: „Snorri varð heldr síðbúinn ok fekk harða útivist, lét tré sitt fyrir Austfjörð- um ok tók Vestmannaeyjar. Jarlinn hafði gefit honum skipit, þat er hann fór á, ok fimmtán stórgjafir. Snorri hafði ort um jarl tvau kvæði. Alhend váru klofa- stef í drápunni. I larðmúlaðr vas Skúli rambliks framast miklu gnaphjarls skapaðr jarla. Merking stefsins er: Skúli, hinn örláti maður, var skapaður miklu fremstur jarla. Þá er Snorri um fertugt, er hann yrkir þessa dýrkveðnu drápu um Skúla hertoga. Vafalaust hefur þetta ekki verið frum- smíð hans á vettvangi orðsins listar. Hann hefur þá verið orðinn víðfrægt skáld og fullmótaður listamaður. Seinna í Sturlungu stendur svo þessi fáorða, en athyglisverða frásögn: „Þetta sumar (þ. e. 1230) var kyrrt ok friðr góðr á íslandi. Lítil þingreið. Snorri reið eigi til þings, (hann var þá lögsögumaður) en lét Styrmi prest inn fróða ríða til þings með lögsögn. Nú tók at batna með þeim Snorra og Sturlu (Sighvatssyni), ok var Sturla löngum þá í Reykjaholti ok lagði mikinn hug á at láta rita sögubækr eftir bókum þeim, er Snorri setti saman.“ Þetta er allt og sumt, sem Sturlunga hefur að segja um ritstörf Snorra. Bækur þær, sem við er átt, eru sennilega Heims- kringla og ef til vill Edda og Egils saga. Meira fá lesendur Sturlungu ekki að vita um bókmenntastörf skáldbóndans í Reyk- holti.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.