Andvari - 01.06.1966, Page 125
ANDVARI
NORSKA SKÁLDIÐ HANS E. KINCK
123
taka tillit til kröfu áheyrenda sinna um
skýran og skiljanlegan flutning. Sé því
víða fariS bil beggja: hlustendur fá spennu
og dramatíska atburðarrás, en höfundur-
inn laumar inn í frásögnina sálfræSi-
legri rannsókn og skáldlegri sköpun ör-
lagaþráSa, er alloft fara framhjá áheyr-
endum og síSar lesandanum —- og jafn-
vel einnig þeim klerklærSu mönnum, sem
síSar festu sögurnar á bókfell. Reynir
Kinck svo aS rekja hina leyndu þræSi í
vefnaSi sögumannsins, og eru vangaveltur
hans um þá afar skemmtilegar. Forvitnileg
er gagnrýni hans á Njálssögu, þar sem
hann telur hallaS um of á OallgerSi og of
illa skýrt dráp Höskuldar 'HvítanesgoSa.
Munu ýmsir telja vafasamt sumt, er hann
hefur um þá hluti aS segja, en annað er
mjög vel séS, t. d. sú ábending hans, aS
kvenlýsingar sagnanna séu oftast yfir-
borðskenndari en lýsingar karla. Eins
eru athugasemdir hans um Kára Söl-
mundarson prýðilegar.
Hans E. Kinck andaðist haustið 1936.
(Heimildir: Verk Hans E. Kinck, Norsk
Litteraturliistorie, eftir Bull og Paasche, Asche-
hougs Konversasjonsleksikon og fl.).