Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.1966, Síða 127

Andvari - 01.06.1966, Síða 127
ANDVARI HVAR ER LÖGBERG? 125 til viðbótar má geta þess, að alltaf hefur verið búið á Þingvöllum. Fleiri spekinga höfum við átt misvitra en Njál. Stefán segir í grein sinni, að gömlu búðatóftirnar séu allar merktar, og má það vel vera rétt, en sjálfu Lögbergi hafa þeir týnt. Mér finnst þetta jafngilda því, að þeir hefðu gleymt, hvar Skálholt hið forna stóð, og hefðu flutt það að Mosfelli í Grímsnesi. Væri það nú til of mikils mælzt, að við fáfróðir alþýðumenn fengjum að heyra öll þessi sögulegu rök, sem lærdóms- mennirnir luma á? Því að mínum dómi hefur söguþjóðinni aldrei verið sýnd meiri lítilsvirðirig en þetta. Eg man, þegar um þetta var deilt fyrir nokkrum áratugum, hvað mér þótti rökin veigalítil, sem byggð var á sú fullyrðing, að Lögberg væri vestur við Almannagjá. Það var helzt ein setning úr sögu Flvamms —Sturlu, sem er á þessa leið. „Og einn dag, er menn gengu til Lögbergs, þá gekk Sturla fram á virkið fyrir búð sinni, því að það var háttur hans að setja á langar tölur um mála- ferli sín, því að maðurinn var bæði vitur og tungumjúkur." 'Nú vita menn vel, hvar Virkisbúð var, og auðvitað er ekki hægt að tala þaðan yfir fólki, sem er statt á Lögbergi, sem er á milli gjánna. En hvað má taka þetta hátíðlega? Auðvitað hef ég ekki rannsakað öll handrit þessarar sögu. En vel fróður maður um þessi efni hefur sagt mér, að setning, sem allt þetta brambolt er byggt á, sé í aðeins einu handriti af sögunni, þessi orð, að Sturla hafi gengið fram á virkið hjá búð sinni. Annars staðar sé aðeins sagt, að hann hafi talað að Lög- bergi. 'Hversu örugg heimild er nú þessi saga? Þar mun bezt að leiða fram sem vitni hinn ágæta sagnfræðing, Jón Jóhannesson, sem hefur ritað formála fyrir þessari sögu um Hvamms- Sturlu. Þar stendur m. a. þetta: „Sagan er hinn mesti óskapnaður. Þar ægir saman frásögnum af stóratburðum og hversdagslegum smá þrætum. Söguþráðurinn slitróttur og tíma- talið víða óljóst. —“ Auk þess fullyrða fræðimenn, að hvorki Sturla Þórðarson né Snorri hafi ritað söguna, og höfundur hennar sé óþekktur með öllu. Er þetta þá ekki heldur veik heimild til þess, að eftir henni sé hægt að flytja sjálft Lögberg úr stað? Auk þess má benda á marga staði í fornbókmenntum, sem sýna, að Lögberg er drjúgan spöl frá búð- unum, en of langt mál yrði að færa það allt til hér. Þó get ég ekki stillt mig um að taka eina sönnun fyrir mínu máli, en hana er að finna á blaðsíðu 319 í íslend- ingasögu Sturlu Þórðarsonar, en þar segir á þessa leið: „Þinglausnardag reið Snorri til Lög- bergs, sem hann var vanur áður en hann reið af þingi. Sighvatur var að Lögbergi." Er það nú trúlegt, að Snorri hafi farið ríðandi milli búðar sinnar og Lögbergs jafnan, er hann fór af þingi, ef það hefði verið í kallfæri frá búðinni? Ég læt menn um að dæma um það. Hvað segir hann svo um þessi mál, maðurinn, sem hvað örlátlegast hefur deilt hróðurinn Þingvelli og umhverfi, sjálft listaskáldið góða, Jónas Hallgríms- son? Hann skrifar 3. júlí 1841 í gaman- 'bréfi til kunningja síns. „I gærkvöldi var ég staddur á Þing- völlum. Sólin rann undir vestri barm Almannagjár, fögur og táhrein og logandi, og þótti mér vera eins og heiður Forn- grikkja eða Sléttumanna hyrfi skyndilega af jörðinni, — svo var það mér þá mikill sjónarsviptir. Mér varð reikað á Lögberg. Ærnar prestsins voru þar allar enn og bældu sig í lynginu, — það er ekki skrök-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.