Andvari

Årgang

Andvari - 01.06.1966, Side 128

Andvari - 01.06.1966, Side 128
126 HELGI HARALDSSON ANDVAIU saga. — Ég nennti ekki að tala á þessu sauðaþingi, og hálflangaði mig þó til þess, ef vera mætti að ærnar skildu mig. Þá stóð döfullinn hinum megin Flosagjár. Hann hóf upp mikið bjarg og varpaði því í hyl- dýpið, lagði svo við hlustirnar að heyra bjargið sökkva. „Dýpra og dýpra“, sagði andskotinn. „Það kemur ekki upp aftur að eilífu." Þá hefur maður það, hvar Jónas Hall- grímsson telur Lögberg vera fyrir meira en 120 árum. Þá var það haft fyrir nátt- haga frá Þingvöllum og lengi síðar, og sér þess enn merki. Þá munu margir kannast við þessar hendingar Jónasar: — — Lyngið á Lögbergi helga blánar af berjum hvert ár bömum og hröfnum að leik. Kunnugir segja mér, að enn sé mikið af berjum á hraunrimanum milli gjánna. Það getur verið, að krummi tylli sér á fánastöngina á Lögbergi hinu nýja, en ber finnur hann þar ekki. Ef mönnum finnst þetta of gamalt til þess að mark sé itakandi á því, er bezt að heyra, hvað sá merki maður, Finnur á Kjörseyri, segir um þetta efni fyrir 50 ár- um. Finnur var alinn upp í Laugardal og gagnkunnugur á Þingvöllum. Hann skrif- ar í Skírni, 88. árgang, meðal annars þetta: „I bókinni Gullökl íslendinga segir svo: „Hinn forni alþingisstaður mun í augum flestra íslendinga vera eins og nokkurs konar vígður reitur, því að svo má að orði kveða, að þar sé hvert einasta fótmál helgað af endurminningum liðinna alda. Þó er einn staður á Þingvöllum, sem hef- ur fengið á sig alveg sérstakan helgiblæ í meðvitund þjóðarinnar. Það er Lögberg." Dr. Guðbrandur Vigfússon mun fyrst- ur hafa haldið því fram, að Lögberg hefði verið á eystri barmi Almannagjár, norður frá Snorrabúð. Sigurður fomfræðingur Vigfússon, bróðir Guðbrandar, rannsakaði svo nákvæmlega alla staðhætti og aðstæð- ur og hélt því síðan eindregið fram, að Lögberg væri þar, sem það hefði alltaf verið talið vera, á milli Nikulásargjár og Flosagjár norður af Þingvallatúni. Það, að gamla Lögberg hefur verið nokkuð af- skekkt og umgirt á allar hliðar nema við innganginn, má hiklaust telja hafa verið mikinn kost. Ef fornmenn hafa álitið Lögberg helg- an stað um þingtímann, í líkingu við það, sem Þórólfur mostraskegg skoðaði Þórs- nes, þá hlaut þessi staður af öllum stöð- um á Þingvöllum að vera hinn hentug- asti, og þegar Grímur geitskór komst að þeirri niðurstöðu, að Þingvöllur væri bezt valinn staður fyrir alþjóðarþing á íslandi, er ekki ólíklegt, að er hann skoðaði Lög- berg, sem náttúran hafði víggirt, hafi lík hugsun flogið í huga hans og Jónasar Hallgrímssonar síðar, er hann kvað: Svo er treyst með ógn og afli alþjóð minni belgað bjarg — — —. Hversu hægt hafi verið að verja Lög- berg aðsókn manna má marka á því, að þegar dómur var þar settur, er Hrafnkell freysgoði var dæmdur, komst hann hvergi nærri og gat ekki heyrt, hvað talað var á Lögbergi. Hefði Lögberg verið í miðjum búða- kransinum, þá gæti ekki hjá því farið, að þar hefði verið illa vært fyrir svælu og reyk, þegar veðri var svo háttað, að reyk- inn frá eldstæðunum legði á staðinn. Ekki er heldur sennilegt, að svo vitur maður og hagsýnn sem Snorri goði er sagður hafa verið, setti ekki búð sína heldur lengra frá Lögbergi en 18—20 metra, þar sem hann gat búizt við átroðn- ingi og ónæði mikinn hluta dags. Það er ekki heldur vel skiljanlegt, að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.