Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.05.1967, Qupperneq 14

Andvari - 01.05.1967, Qupperneq 14
12 JÓHANN BRIEM ANDVARI á breidd, botninn sléttur bleikur sandur, en lóðréttir bjargveggir til beggja handa. Þessi geil er grafin af vatni, en til að gera bana færa hefur bún verið víkkuð, og eru bjargveggirnir höggnir sléttir langt upp eftir. Himinninn er eins og örmjótt strik og hverfur jafnvel alveg, þar sem barmarnir ganga á misvíxl. Augun venjast rökkrinu, og niðri er nægilega bjart til að ganga. Þar sem þrengslin byrja, hefur verið hvelft hlið. Það er nú hrunið, en leifar af rómverskum boga sjást báðum megin. Þar eru einnig lágmyndir höggnar í klettinn, nú mjög veðraðar. í veggnum á vinstri hönd er vatns- renna klöppuð í bergið í mittishæð, en nú er hún þurr. Sagt er, að eftir gjánni liggi rómverskur hellulagður vegur og sé renna fyrir lækinn undir honum miðjum, þakin hellum. En nú er þetta hulið sandi og sá ég hvergi móta fyrir veginum. Gjáin er í ótal krókum og krákustígum, og þar sem hún þverbeygir, ei hún yfirleitt víðari, þó hvergi meira en 9 metrar. Leggur þar niður birtu, sem lýsir inn í þrengslin, en þau eru mest, þar sem beinir kaflar eru. Verður birtan þar því lík og í helli, sem opinn er til beggja enda. Því lengra sem kernur inn eftir gjánni, því hærri verða barmarnir báðum megin og ná 100 metra hæð, þar sem hún er mest. Klettamir eru dökkrauðir, en bleikur sandur í botninn. Hann er troðinn og greiðfær, næstum því sléttur, en hallar þó örlítið undan fæti. Þessa geil kalla Arabar Es-Sik. Aldrei hefur nokkur borg haft eins stórkostlegan inngang og Petra. Þegar ég hafði gengið þannig gegnum jörðin tæpa tvo kílómetra, stundum í dagsbirtu, stundum í hálfrökkri, birtist mér skyndilega meira undur en ég hafði áður séð. Gjáin opnaðist framundan, og gegnum örþrönga rifu sást í skrautlegt musteri, sem höggvið var í rauða hamra. Það var lýst af svo sterku sólskini, að innan úr rökkrinu sýndist það yfirnáttúrlegt. Og eftir nokkrar mínútur gekk ég út úr klettunum og stóð nú andspænis hinni dýrðlegu höll, sem er aðeins ein af mörgum í hinni furðulegu borg. Inn í lóðréttan hamravegginn beint á móti gjánni er höggvinn bás, og í honum er musterið úr heilu bergi. Það er 20 metra hátt, og er það þó aðeins lítill hluti af hæð klettanna. Þessi forni helgidómur er tvær hæðir, og er byggingarlagið rómverskt, en hér hefur verið dýrkuð hin egypska gyðja ísis. Framan við húsið er eins konar súlnaport eða anddyri, þrepi hærra en sandurinn í kring og lágur grískur gafl yfir með sfinxum báðum megin. Sex súlur halda uppi efri hæðinni, en þar eru þrír tumar, allir umkringdir af grískum súlum. Ferhyrndir turnar em til beggja handa, en sívalur í miðju, með skrautlegri krónu. Þakið er sem
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.