Andvari

Årgang

Andvari - 01.05.1967, Side 32

Andvari - 01.05.1967, Side 32
30 JÓN GÍSLASON ANDVARI var bæði grimm og langvinn, en þó mátti heita, að Sófokles lifði hana allt til enda. Hefur með nokkrum rökum verið sýnt fram á, að Aþenuborg sjálf með sínum hetjulega þrótti, sem hvergi vildi hopa eða slá af sínum kröfum, hafi blásið Sófoklesi í brjóst hugmyndinni um sína frægustu persónu, Oidípús konung. Reynsla Sófoklesar sem herforingja og stjórnmálamanns kann að hafa átt veru- legan þátt í mótun persónunnar Oidí- púsar konungs. Bæði sem herforingi og stjórnmálamaður lék hið fræga harmleika- skáld mikilvægt hlutverk í hinum hrika- lega hetjusjónleik samtíðarinnar: tilraun lítillar borgar eins og Aþenu til að þröngva undir yfirráð sin öllum hinum gríska heimi. Hún hafði sett sér það mark- mið að verða með svipuðum hætti ein- völd á sviði stjórnmála í Grikklandi öllu eins og hún bar af í andlegum efnum og listum. Meginlandið gríska og allar eyj- arnar áttu að lúta henni, já, meira að segja hin fjarlæga, auðuga og volduga Sikiley skyldi kúguð til hlýðni. Hefði slíkt stórmennskuæði getað verið samhoð- ið hvaða harmleikahetju sem var, t. a. m. Ajax. Hvers konar stóráföll og ósigra lét Aþenuborg hvergi á sig fá. Ráðleggingar og hótanir lét hún sem vind um eyru þjóta. Það var sem þrek hennar og þolgæði væri óbugandi. Oll fullorðins- og elliár Sófo- klesar var sem Aþenuborg væri knúin ómótstæðilegu afli eftir hinni stórfeng- legu örlagabraul, unz hún steyptist fram af hengiflugi ófaranna. Hún minnir því á hetju í harmleik eftir Sófokles, sem ekkert vill sjá nema það takmark, sem hún hefur einsett sér, en ógerlegt er að ná. Fróðlegt er í þessu sambandi að athuga síðustu ræðu Períklesar hjá Þúkýdídesi. Er merkilegt að sjá, hve andi hennar og jafnvel sjálft orðalagið minnir á harm- leikina. „Þér verðið að gera yður grein fyrir,“ segir Períkles við Aþeninga „að Aþenuborg hefur getið sér mestan orðstír meðal manna fyrir það, að hún hefur eigi látið bugast af mótlætinu, fyrir að hafa misst fleiri menn og lagt harðara að sér en nokkrir aðrir í styrjöld, enda er ríki hennar meira og voldugra en nokkuð annað hefur verið fram á vora daga. Og þó að vér misstum einhvern tíma eitthvað af þessum yfirráðum, þá mun minningin lifa að eilífu meðal þeirra, sem á eftir oss koma Má segja, að hér sé hvert orð hlaðið hinum stolta hetjuanda, sem vér Islendingar könn- umst einnig mæta vel við úr fornbók- menntum vorum: Deyr fé, deyja frændr, deyr sjalfr hit sama! en orðstírr deyr aldrigi hveims sér góðan getr. Sófokles lifði og hrærðist í stjórnmála- lífi sinnar samtíðar og var beinlínis við- riðinn ýmsa stóratburði. Vegsemd og veldi Aþenuborgar hafa hlotið að vera honum rík í huga, þegar hann skóp snilldarverk sín og leiddi fram á sjónar- sviðið í leikhúsi Díonýsosar hinar óbil- gjörnu og ofsafullu hetjur, sem allar hlíta sama skapadómi, af því að þær kunna ekki að vægja.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.