Andvari

Árgangur

Andvari - 01.05.1967, Síða 41

Andvari - 01.05.1967, Síða 41
ANDVABI ÓBÓTAVERKIÐ 39 seinna varð mágur 'þeirra, frægan mann fyrir snarræði og karlmennsku og mikinn vin Sigurðar Orkneyjajarls. Fyrir áhrif Kára unnu Njálssynir hylli jarlsins. Síðar í þessari sömu ferð ákváðu þeir að fara til Noregs, og þar sem Kári átti líka erindi í Noregi við Hákon jarl, var ákveðið, að hann hitti þar Njálssonu, Svo vildi til, að Þráinn, hinn elzti Sigfússona, var líka við hirð Hákonar jarls um þessar mundir og í þann veginn að sigla til fslands. í hinum flóknu deilum sem höfðu leitt til dauða Gunnars á Hlíðarenda, frænda Þráins, hafði borið við, að ættingjar Njáls og ættmenn Gunnars höfðu verið óvinir, en ekkert bendir til, að neinar deilur hafi verið með Njálssonum og Þráni um þessar rnundir. Vafasamt er, hvort bræðrunum hefur geðj- azt að Þráni. Þeir voru sjálfir of stoltir og miklir með sig til þess að þeim félli við þá sem voru í sama mót steyptir. En bein orsök þeirrar deilu, sem nú hófst, var óþokkasæl persóna, er Hrappur nefndist. Hrappur var fslendingur, sem hafði flúið til Noregs eftir framið morð. Meðan hann dvaldist í Noregi, rændi hann og brenndi hof, en eftir það lagði Hákon jarl fé til höfuðs honum. Hrappur kom á harða hlaupum til Njálssona og bað þá að fela sig fyrir jarlinum og flytja sig síðan aftur til íslands. Þessu neituðu þeir, eins og skynsamlegt var, Hrappur var íslend- ingur eins og þeir, en hann var ekki aðeins glæpamaður, heldur og maður, sem ham- ingjan hafði sagt skilið við. Síðar munum vér minnast á hugmyndir norrænna manna um rnenn þá, sem þrotnir voru að gæfu. Slíkan mann varð að forðast, hvað sem kostaði, líkt og væri bann haldinn smitnæmum sjúkdómi, þar sem líklegt var, að hann yrði til ógæfu hverjum þeim, sem við hann hafði sam- neyti. Þegar Njálssynir neituðu, leitaði Hrappur á náðir Þráins, sem var í þann veginn að leysa landfestar, og Þráinn féllst á að leyna honum af einhverjum ástæðum; ekki er ljóst hvers vegna. Vér vitum, að Hrappur reyndi að múta Þráni, en Þráinn neitaði. En engu að síður faldi Þráinn Hrapp, þegar Hákon jarl og menn hans komu að leita eftir honum. Njáls- synir vissu auðvitað, að Hrappur var með Þráni. Jarlinn spurði þá eftir honum, en þar sem þeir vissu, að líf Þráins var í veði, þóttust þeir ekki vita neitt, og loks tókst Þráni að sigla burt með Hrapp innanborðs. Hákon jarl hafði sýnt Þráni mikla gestrisni, og hann fylltist réttlátri reiði yfir þessu undirferli, og þar sem Þráinn hafði sloppið, sneri hann reiði sinni gegn Njálssonum. Hann gizkaði á, sem rétt var, að Njálssynir hefðu vitað, að Hrappur var með Þráni, en hann virðist líka hafa verið viss um, að allt væru þetta samantekin ráð þeirra og Þráins. Jarlinn réðst á bræðuma og sigraði þá eftir harðan bar- daga með ofurefli liðs, varpaði þeim í dýflissu og ætlaði að drepa þá. Þeim tókst að brjótast úr fjötrum og komast undan, og í þeim svifum kom skip Kára, og þeir gátu flúið á náðir hans. Kári neitaði að láta þá í hendur jarli og virðist jafnvel hafa sannfært hann um, að þeir væru saklausir, því að jarlinn bauð þeim sættir fyrir þær þrengingar sem þeir höfðu orðið fyrir. Síðan héldu þeir aftur til Islands með Kára. Öll þessi atvik eru ágæt lýsing á hinni norrænu hugmynd um „gæfulausan mann“. Hrappi, morðingjanum, ræningj- anum, guðníðingnum, hafði nú tekizt að koma öllum í vanda. Menn hljóta að hafa samúð með Þráni, sem skýldi flótta- manni, er var landi hans; til þess að gera þetta, varð hann þó að svíkja velgerða- mann sinn, jarlinn. Njálssynir höfðu sýnt heiðarleika sinn í því að koma ekki
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.