Andvari

Årgang

Andvari - 01.05.1967, Side 43

Andvari - 01.05.1967, Side 43
ANDVARI ÓBÓTAVERKIÐ 41 einfaldur, en hugrakkur maður, eins og honum er lýst annars staðar í sögunni. Hann neitaði að taka til greina uppá- stungu bræðra sinna að reyna að ná friði við Njálssonu. Hann kann að hafa gert sér Ijóst, að öllum slíkum boðum yrði nú vissulega hafnað eftir móðganir Hall- gerðar. En hann var líka sannfærður um, að hann hefði í fullu tré við þá. Hann gerði samt nokkrar skynsam- legar varúðarráðstafanir. Norrænar siða- reglur gerðu ekki sérstaklega ráð fyrir, að menn væru felldir í heiðarlegum bar- daga. Það, sem Þráinn hafði helzt að óttast, var launsát, og þegar hann fór í kynnisferð, gætti hann þess að hafa með sér átta menn alvopnaða, þar á meðal Hrapp. Á leiÖinni urðu þeir að fara yfir Markarfljót, sem var að nokkru leyti á ísi. A fljótsbakkanum hitti flokkurinn fyrir nokkrar konur, sem ekki komust yfir, og hjálpuðu þeim yfir ána. Launin, sem þeir hlutu fyrir þessa vinsemd (því að Þráinn virðist hafa verið góðhjartaður maður), voru þau, að konurnar fóru beint að Bergþórshvoli og sögðu Bergþóru, hvert Þráinn hefði farið og hvenær hann kæmi aftur. Þessa vitneskju lét Bergþóra auð- vitað strax 3 té Kára og bræðrunum. Eftir þriggja eða fjögurra daga dvöl ákvað Þráinn að snúa aftur heimleiðis. Honum var leitt fyrir sjónir, að þetta væri hættulegt, og ennþá hættulegra að halda þá leið, sem hann hafði sagzt roundu fara, áður en hann lagði af stað heiman. Svar Þráins var: „Hræðzla er þat, ok vil ek þat eigi .“ Snemma morguns þann dag, er Þráins var von til baka, reis Njáll úr rekkju og sa syni sína vopnaða í þann veg að ganga ut> — SkarpheÖin í bláum stakki með hina frægu öxi sína, sem kölluð var »Himmugýgr“; Helga rauðklæddan með rauöan skjöld, og glæsimennið Kára í silkitreyju með gylltan hjálm. Sérkenni- legt er, að allir höfðu þeir húizt ljómandi skartklæðum. Njáll spurði, hvert þeir væru að fara, og þeir svöruðu hlæjandi, að þeir ætluðu í sauðaleit. í þessum hópi voru aðeins fimm menn og átta í flokki Þráins, og svo lítur út. að upphaflega hafi Njálssynir ætlað að ráðast á Þráin úr launsátri, rétt eftir að hann og félagar hans færu yfir fljótið: en sólin, sem glampaði á skildi þeirra, kom upp um þá, og Þráinn, sem vissi ekki, hve marga menn hann átti í höggi við, hélt lengra niður eftir árbakkanum hin- um megin, svo að bræðurnir urðu að hverfa úr launsátrinu til þess að ná hon- um. Þráinn og menn hans stönzuðu á ís- spöng nálægt árbakkanum og urðu undr- andi að sjá aðeins fimm menn hlaup3 að sér að því er virtist í árásarhug. Á hlaup- unum slitnaði skóþvengur Skarpheðins, og hann nam staðar til að hnýta hann. Hinir hlupu áfram. Nú hafði Þráinn gert sér ljóst, að þetta var alvarleg árás; hann hafði kastað af sér vfirhöfninni og tekið af sér hjálminn til að laga hann. Á þessu andartaki kom Skarpheöinn á harða- hlaupum og náði félögum sínum, tók feikna stökk yfir strenginn milli ísskar- anna og rennur áfram eftir flughálum ísnum. Hann renndi sér að Þráni í beim svifum, sem hann var að setja hiálm- inn á höfuð sér, og í einu höggi hjó hann með Rimmugvgi höfuð hans niÖur í tennur, svo að jaxlarnir féllu ofan á ísinn. Þetta geröist með svo skjótum hætti. að enginn gat svo mikið sem stefnt á hann höggi, og hann rann áfram úr greipum lieirra og stökk vfir skjöld, sem einn i'ir flokknum kastaði fyrir fætur hms á ís- inn. Þá komst hann aftur tíl hræðra sinna og Kára, og þeir dránu I lrann og annan mann, en gáfu h;num grið þeirm á meÖal Grana Gunnarssvni or> Gunnari Lambasyni, sem voru lítt af hamsaldri.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.