Andvari

Árgangur

Andvari - 01.05.1967, Síða 45

Andvari - 01.05.1967, Síða 45
ANDVARI ÓBÓTAVERKIÐ 43 að koma þessu í kring, og frekari umræð- um um hjúskap þeirra var frestað, meðan hann gerði það. í þann tíð var goði á íslandi eins konar héraðshöfðingi, sem hafði skyldum að gegna um skipulag þinganna, og á dög- um hins forna siðar hafði hann stjórnað blótum. Nú var ísland alveg nýlega orðið kristið, og það er ekki alveg ljóst, hvort goðinn hafði enn nokkrar skyldur í trúarefnum. Vissulega gengdi hann þó miklu hlutverki, og það voru ekki nema um fimmtíu goðar í öllu landinu. Það, sem Hildigunnur fór fram á, mundi sam- svara því nokkurnveginn, að nútima- kona krefðist aðalstignar fyrir unnusta sinn. Leyfilegt var að selja goðorð, en Njáll fann engan, sem selja vildi. Hann leysti vandamálið á sérstæðan hátt. Fjöldi dóms- mála á þingum hafði orðið slíkur, að ómögulegt var að fá mál útkljáð nema seint og um síðir. Á alþingi stakk Njáll upp á, að nýr dómur yrði settur, en af því leiddi aftur, að stofna varð ný goð- orð. Þegar fallizt hafði verið á þetta, lagði Njáll til að nýtt goðorð yrði sett upp að Hvítanesi fyrir Hcskuld, fósturson hans. Enda þótt Höskuldur væri nú uppkom- inn maður, hlýtur hann að hafa verið ovenjulega ungur goði, og það lýsir vel áhrifum Njáls og óvenju mikilli virðingu, sem Höskuldur naut, að hann hlaut þetta embætti. Eftir þetta var hann nefndur Höskuldur Hvítanesgoði (til léttis þeim lesendum sögunnar, sem geta nú loks greint milli hans og Höskuldar Njálssonar). Nú var ekkert, sem hindraði giftingu þeirra Hildigunnar, og var brúðkaup haldið að heimili Flosa, eins og til stóð. Höskuldur og Hildigunnur héldu siðan til Bergþórshvols með Njáli, og oss er sagt (ef til vill með ofurlítilli undrun), að vel hafi farið á með þeim Flildigunni og Bergþóru. Vorið eftir keypti Njáll jörð handa Höskuldi, og þau Hildigunnur hófu búskap á eigin spýtur. Tími sá, er nú fer í hönd, er ef til vill sá gæfusamasti í sögunni allri. Vizka og hógværð Njáls virðist alls staðar hafa sigrað. Sættir höfðu tekizt í deilunni við Sigfússonu (einn þeirra var nú reynd- ar tengdasonur Njáls). Göfuglyndi Njáls, að taka að sér son Þráins eftir dauða hans, hafði mælzt vel fyrir. Ekki hafði Höskuldur aðeins fengið ágætrar konu og virðulega stöðu, heldur er margoft sagt frá hlýleika og vináttu milli heimila Njáls og Höskuldar Hvítanesgoða. Ekki vitum vér með vissu, hversu langar þessar sólskinsstundir voru, en sagan segir, að svo hafi farið fram lengi. Þá er ekki aðeins, að sólin myrkvist, held- ur færist undarleg móða yfir sviðið. Fram til þessa hafa hvatir allra verið sæmilega Ijósar — jafnvel hins skaðvænlega manns, Hrapps. Síðar í sögunni skýrast ástæðurnar aftur, en um stund er rás atburðanna lítt skiljanleg. Lýtingur hét maður og var kvæntur systur Þráins, sem drepinn var. Hún hef- ur því verið frændkona Höskuldar Hvíta- nesgoða. Bær Lýtings var ekki fjarri bú- stað Höskuldar, launsonar Njáls, og Flróðnýjar, móður hans, og sonur Njáls varð að ríða fram hjá ‘bæ Lýtings á ferð- um sínum að Bergþórshvoli. Ekki er þess getið, að hann gerði Lýtingi neinn átroðning. Hann reið aðeins oft fram hjá. Þetta virðist hafa skapraunað Lýt- ingi svo, að hann efndi til boðs fyrir Flöskuld I Ivítanesgoða og Sigfússonu og stakk upp á, að þeir dræpu Höskuld Njálsson til hefndar fyrir Þráin. Allir neituðu þeir reiðilega að rjúfa sætt þá, sem gerð hafði verið, einkum þó Hösk- uldur Hvítanesgoði, sem kvaðst þá launa Njáli, fóstra sínum, verr en skyldi margt gott. Þeir héldu reiðir úr veizlunni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.