Andvari

Volume

Andvari - 01.05.1967, Page 54

Andvari - 01.05.1967, Page 54
52 NIGEL BALCHIN ANDVARI hjá manni með hugrekki Flosa, þar sem hann hafði fjórfalt meira lið en andstæð- ingarnir, en til þess lágu þó gildar ástæð- ur. Hlaðið mun hafa veriö eins konar .stauragirðing, sem veitti verjendunum nokkra vörn — kom einkum í veg fyrir, að þeir yrðu umkringdir. Ennfremur unnust bardagar norrænna manna fremur við hreysti einstaklingsins en fjölmenni, eins og fór, þegar þeir bræður og Kári sigruðu Þráin og sjö menn aöra. Njáls- synir og Kári voru allir hetjur og ógn- valdar. Flosi átti enga rnenn í sínum flokki, sem líklegir væru jafnokar þeirra, og hann vissi vel, að sumir af mönnum hans voru meiri í orði en athöfnum. Bæði liðin voru að mestu leyti húskarlar, og þar sem búast mátti við, að Njáls menn berðust fast til að vernda heimili sitt, eins og húskarlar Haralds konungs við Hastings, þá mundu menn Flosa ekki vera ákafir að hætta lífi sínu í blóð- ugu stríði húsbónda þeirra. Ekki er unnt að segja, hvað gerzt hefði, ef verjendurnir hefðu búizt um úti. Sjálfur var Flosi greinilega í vafa um það. Njáll, sem var meiri stjórnvitringur en hermaÖur, gaf nú hins vegar skipun um, að verjendurnir skyldu ganga inn í bæ- inn. Tók hann dæmi af því, að mikill flokkur manna, sem ráðizt hefði á Gunnar á Hlíðarenda á bæ hans, hefði átt í mestu örðugleikum að sigra hann, og hefði hann þó verið einn síns liðs. Skarpheðinn and- mælti þegar í stað. Hann kvað Gunnar hafa getað komið við slíkri vörn inni í skála sínum, af því, að hann „sóttu heim þeir höfðingjar, er svá váru vel at sér, at heldr vildu frá hverfa en brenna hann inni." Hann var sannfærður um, að Flosi og menn hans mundu ekki vefja slíkt fyrir sér, ef þeir gætu ekki unnið þá með öðru móti. Hann bætti við: „Em ek og ófúss þess at láta svæla mik inni sem melrakka í greni“. Þessi ræða snerist ekki aðeins um hern- aðarlegt, heldur og siðferðilegt atriði. Samkvæmt siðareglum norrænna manna voru vissar athafnir taldar niðingsverk, — það er að segja óbótaverk, sem ekki var hægt að bæta fyrir með venjulegum hætti, og ein slík athöfn var að brenna menn inni í húsum þeirra. A þann verknaÖ var litið með sérstökum viÖbjóði. Skarpheðinn hafði áreiðanlega á réttu að standa að því er hernaðarhliðina snerti, en Njáll, sem hafði tilhneigingu til að ýkja borgaralegar dygðir manna, gat samt sem áður vel gert sér í hugarlund, að brenna væri glæpur, sem Flosi mundi aldrei leggja sig niður við. Njáli sárnaði mjög, að skipunum hans skyldi ekki hlýtt, og kvartaði hann um, að synir sínir hefðu að engu orð sín, af því að hann væri orÖinn gamall. Þá létu synir hans undan. Helgi segir: „Gerum vér sem faðir várr vill; þat mun oss bezt gegna". „Eigi veit ek þat víst,“ segir Skarpheðinn, „því at hann er nú feigr, en þó má ek gera þetta til skaps hans at brenna inni með honum, því at ek em ekki hræddur við dauða minn.“ Síðan er flokkurinn gekk inn, hétu þeir Skarp- heðinn og Kári að sigra eða falla saman og hefna skyldi hins sá, er kynni að lifa af. Jafnskjótt og verjendurnir voru komnir inn, gerði Flosi árás og reyndi að taka bæinn með áhlaupi, minnti menn sína á, að Njálssynir eða Kári mættu með engu móti undan komast. Allan tímann var Flosi altekinn þessum ótta, að einhver kynni að lifa af árásina og mundi þá geta haldið áfram blóðhefndinni. Þessi ótti átti mjög eðlilegar orsakir, því að einn harð- snúinn maður gæti valdið þeim ógurlegu tjóni með árásum á einstaka menn, eftir að Flosi hefði leyst upp flokk sinn Tilraunin að taka bæinn með áhlaupi mistókst algerlega. Skarpheðinn drap að minnsta kosti einn af mönnum Flosa og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.