Andvari - 01.05.1967, Blaðsíða 55
andvaíu
ÓBÓTAVERKIÐ
í>3
margir voru særðir spjótum, sem skotið var
frá bænum. MeS orSum sögunnar: „en
þeir Flosi gátu ekki at gjört“.
Flosi var nú í ægilegum vanda. Hann
gat ekki unniS bæinn meS áhlaupi, og
hann þorSi ekki aS láta undan síga og
mæta hefnd þeirri, sem í vændum mundi
vera frá Njálssonum og Kára. Eini til-
gangurinn með samsærinu og árásinni
hafSi veriS aS rySja þe im meS öllu úr vegi.
Nú var ekki um neitt annaS aS ræSa en
kveikja í bænum, og honum hraus hugur
viS því, ekki aSeins af því aS þaS var
níSingsverk, óbótaverk, heldur vegna þess
aS þaS er „stór ábyrgS fyrir guSi, er vér
erum kristnir sjálfir". Vér minnumst þess,
aS Flosi virSist hafa veriS kristinn meir
en aS nafni til, ólíkt því, sem gerSist um
norræna menn í frumkristni, og hann
hafSi látiS menn sina ganga til bæna í
kirkju, áSur en haldiS var aS Bergþórs-
hvoli. ÞaS er þó athyglisvert, aS þegar
árásina bar fyrst á góma, kvaSst hann
mundi „sækja Njálssonu meS eldi ok
jarni“. Sennilega er honum sú hugmynd
í alvöru ógeSfelld aS kveikja í bænum,
en hann hlýtur aS hafa gert sér Ijóst þegar
i upphafi, aS til þess kynni aS koma, eins
og SkarpheSinn gerSi greinilega. Flosi
var ekki heldur maSur, sem hljóp frá
hálfunnu verki.
Hann gaf því skipanir um aS kveikja í
hænum, og menn hans tóku aS kveikja
stóra elda fyrir dyrum. SkarpheSinn kall-
aSi til þeirra, sjálfum sér líkur: „Hvárt
skal nú búa til seySisr" Grani Gunnars-
son, sá leiSindaseggur, svaraSi, aS svo
væri, og skyldi hann ekki þurfa heitara
aS baka.
Um stund mistókust allar tilraunir til
aS kveikja í húsunum (þó aS þau væru
auSvitaS öll úr timbri). Verjendurnir báru
syru á eldinn, og slökktu hann. Þá tók
einn úr liSi Flosa eftir arfasátu hjá bæn-
um og stakk upp á aS nota hana til aS
kveikja í þakinu á skálanum, og áSur en
þeir vissu af, sem til varnar voru, logaSi
allt skálaþakiS. KvennaliSiS tók aS kveina
af ótta, en Njáll hughreysti þær og sagSi
þeim aS treysta guSi, sem er „miskunn-
samur, ok mun hann oss eigi bæSi láta
brenna þessa heims ok annars".
Húsin stóSu nú öll í björtu báli, og
ljóst var, aS vörnum yrSi eigi viS komiS.
Njáll gekk þá aS dyrunum og kallaSi til
Flosa, spurSi hann, hvort hann vildi taka
bótum, eSa hvort hann vildi leyfa
nokkrum útgöngu. Flosi svaraSi grimmi-
lega skorinorSur, aS hann tæki engum
'bótum, aS hann ætlaSi aS ljúka skiptum
sínum viS Njálssonu í eitt skipti fyrir
öll og mundi ekki hreyfa sig af staSnum
fyrr en þeir væru allir dauSir. Hann
vildi þó leyfa konum, börnum og hús-
körlum útgöngu. Njáll hvatti þá alla til
aS fara, og gerSu þaS allir nema Bergþóra
og ungur sonur Kára, sem neitaSi aS
skiljast frá ömmu sinni; óljóst er, hvort
þaS var af hugrekki eSa hræSslu.
Þegar konurnar gengu út, var gerS til-
raun til aS lauma Helga meS þeim. Var
varpaS yfir hann kvenskikkju og faldaS
höfuSdúki. Hugmyndin var auSvitaS ekki
aSeins aS bjarga lífi Helga, heldur aS ná
úr brennunni einhverjum af karlmönnum
ættarinnar, svo aS hefndir yrSu síSar. En
Helgi var stór maSur og herSabreiSur, og
Flosi varS þess óSar var, aS hann var gabb-
aSur. Helgi kastaSi af sér skikkjunni og
barSist hraustlega fyrir lífi sínu, en Flosi
kom aS og hjó af honum höfuSiS í einu
höggi.
Flosi gekk nú aftur aS dyrunum og
kallaði á Njál og bauð honum útgöngu,
því að hann brynni ómaklegur inni. Njáll
neitaði hógværlega. Hann kvaðst vera of
gamall til aS hefna sona sinna, en ekki
vilja lifa við skömm (en þaS hefSi honum
fundizt, ef hann hefði lifaS þá og látiS
þeirra óhefnt). Flosi bauS þá Bergþóru