Andvari

Árgangur

Andvari - 01.05.1967, Síða 59

Andvari - 01.05.1967, Síða 59
ANDVARI ÓBÓTAVERKIÐ 57 legir, þar sem brennan var níðingsverk, sem ekki varð að fullu bætt með fé. Það er til marks um þá virðingu, sem Flosi naut almennt, að hann var aðeins dæmdur af landi brott um þriggja ára skeið og gefinn nægur tími til að skipa málum sínum áður en hann færi. Vér vitum eigi, hvort fé það, sem safnað var til að bæta víg Höskulds Hvítanesgoða, var notað í þessu flókna uppgjöri, né hvernig. Flosi neitaði að gera nokkra gagnkröfu vegna sára sinna, og engum fylgismanna hans voru neinu bætt sár, er þeir hlutu í bardaganum á alþingi, og varð af því kurr meðal þeirra. Að því er virðist miðaði Snorri goði allt nákvæmlega við fulla líftryggingu, en ekki sjúkrabætur. Menn áttu enga kröfu til fjár nema þeir væru í raun og sann- leika dauðir. Þrátt fyrir sár, sektir og útlegð, voru þó Flosi og brennumenn engan veginn sloppnir, þar sem Kári og Þorgeir Skorar- geirr höfðu báðir neitað sættum, en það merkti, að þeir áskildu sér rétt til hefnda á brennumönnum, hvar og hvenær sem þeir gætu. Skömmu eftir að Flosi kom heim af þingi, varð Ijóst, hvað í þessu fólst. Sigfússynir höfðu farið heim með honum, og nú báðu þeir um tveggja daga leyfi til að fara heim til sín og skipa málum sínum. Flosi veitti þeim leyfið, en varaði þá við hættunni. Kári og Þorgeir Skorar- geirr veittu þeim eftirför og komu að þeim sofandi. Kári og Þorgeir vildu ekki vega skammarvíg að sofandi mönnum og vöktu þá, en þótt þeir væru aðeins tveir gegn fimmtán, drápu þeir fimm þeirra og hröktu hina á flótta. Flosi reyndi því að ná sáttum við Þor- geir í því skyni að einangra Kára, og var honum boðið, að engar bætur skyldu koma fyrir Sigfússonu, en bætur boðnar fyrir Njál og sonu hans. Kára voru boðin sömu boð, en hann hafnaði þegar í stað. Þorgeir hikaði við að yfirgefa Kára, en Kári hvatti hann til að sættast á þeim forsendum, að þeir hefðu nú hefnt brennunnar, og allt, sem eftir stæði, væri hefnd eftir son hans, sem væri hans einkamál. Þá féllst Þorgeir á að taka sættum. Þótt Kári væri einn eftir, hélt hann áfram að hrjá brennumenn, og áður en þeir fóru utan samkvæmt dóminum, hafði hann drepið sex þeirra í viðbót, en gefið grið Katli úr Mörk, tengdasyni Njáls. Nú elti hann þá til Orkneyja, þar sem Flosi og nokkrir af mönnum hans höfðu gengið í þjónustu Sigurðar jarls. Á jóla- dag drakk jarlinn með nokkrum mönnum sínum í höllinni, og Gunnar Lambason var beðinn að segja frá brennunni. Hann ballaði víða frásögninni og laug frá, og meðan á frásögn hans stóð, hljóp Kári inn með brugðnu sverði og hjó höfuð hans af bolnum í einu höggi. Jarlinn vildi láta grípa Kára og drepa hann, en Flosi gekk á milli; kvað hann Kára í engri sætt við sig né fylgismenn sína, og hefði hann gert það, sem hann hafði rétt til. Flosi dáðist mjög að Kára, og vitað er, að hann fyrirleit og hafði óbeit á Gunnari Lamba- syni. Það er athyglisvert, að Kári skyldi ekki velja Flosa sjálfan, úr því að hann sýndi slíka ófyrirleitni í drápi brennumanna, og það lítur út fyrir, að hann hafi endur- goldið þá aðdáun, sem Flosi hafði á honum. Eftir að Flosi hafði lokið útlegð sinni, sneri hann til Islands, og Kári sem einnig hélt heim, braut skip sitt ná- lægt heimkynnum Flosa. Hiklaust hélt Kári á fund Flosa að reyna þegnskap hans og var sýnd gestrisni. Eftir þetta tókust með þeim fullar sættir, og Kári giftist frænku Flosa, þeirri sömu Hildigunni, sem verið hafði kona Höskuldar Hvítanes- goða. Idér lýkur sögunni. Hún fær góðan endi, fremur hversdagslegan. Það verður
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.