Andvari - 01.05.1967, Síða 66
64
GYLFI JÞ. GÍSLASON
ANDVARI
reyna að skilja sjálfan sig? Er ekki mað-
urinn þegar öllu er á botninn hvolft,
alltaf einn, einn með sjálfum sér? Og
hvað er að vera íslendingur? Hvað þarf
til þess? Hvers krefst það?
Ég held, að Sigurður Nordal sé sá Is-
lendingur, sem mest og bezt hefur um
þessi efni hugsað. Við þökkum honum
allt það, sem hann hefur miðlað okkur
af viti sínu og hugmyndaflugi, þekkingu
sinni og reynslu. Hann hefur auðgað
andlegt líf okkar, hann hefur hjálpað
okkur til þess að reyna að eiga það skilið
að heita menn, hann hefur gert okkur
það ljósara, hvert gildi það hefur að vera
íslendingur, og kennt okkur, hverjar
skyldur það hefur í för með sér. Mér
finnst, að það, sem hann hefur fyrst og
fremst viljað kenna okkur, sé, að reyna
að vera hvort tveggja í jafnsönnum mæli:
Maður og íslendingur.
Fyrir hönd íslenzku rrkisstjórnarinnar
færi ég Sigurði Nordal hjartanlegar ham-
ingjuóskir vegna áttræðisafmælis hans. Ég
leyfi mér einnig að flytja honum þakkir
íslenzkrar þjóðar fyrir allt starf hans að
eflingu íslenzkrar menningar á langri ævi.
Að síðustu leyfi ég mér að segja það
um Sigurð Nordal sjálfan, sem hann
hefur skrifað um Snorra Sturluson:
„A þessari fjölbreyttu öld er hann fjöl-
breyttasti maðurinn".