Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.05.1967, Qupperneq 71

Andvari - 01.05.1967, Qupperneq 71
andvari HERMAN MELVILLE OG MOBY-DICK 69 ekki aðeins sess á öldinni miðri, en ein- mitt um þetta leyti leysa ný og mikil sagnaskáld aldurhnigna kynslóð sömu veru af hólmi. Þegar menn virða fyrir sér þennan flokk sagnaskálda og sjá, hve margt er sameiginlegt með þeim í hug og hug- myndaauðgi, þótt vitað sé að gagnkvæm áhrif voru lítil með þeim sakir fjarlægð- anna, þá er það freistandi að nota orðið ákvörðun, eða menn verða að ímynda sér einskonar andans taugar, er neðan moldar tengi þessi skáld, sem dreifð eru um hálfa jarðarkringluna. Steen Steensen Blicher andaðist þremur árum áður en „Moby-Dick“ sá heimsins ljós, og hann er eklci veigaminnstur meðal þeirra, sem nefna má. Eg hygg að Blicher hefði uppgötvað ossíanska ástríðu í skáld- sögunni og vaknað í honum mikil þrá til hafsins, og á göngu um heiðarnar hefði hann mátt halda, að haugarnir í fjarska væru hvalir, sem rufu sjóndeildarhringinn. Hin mikla enska skáldkona, Emily Bronté, dó sama ár og Blicher, skáld- skapur hennar enn lítt kunnur, en skáld- saga hennar, „Veðurbarnar hæðir", hafði komið út árinu áður. Hún er dulin systir „Moby-Dicks“. Og árinu áður en „Moby-Dick kom út og Meville var að vinna að bókinni andaðist Honoré de Balzac, sem hefði án efa ekki haft tíma til að lesa Melville, þótt honum hefði enzt aldur til, því að hann þurfti nú sjálfur að skrifa. En ef ein- hver hefði lesið fyrir hann þótt ekki væri nema 23. kapítulann í ,,Moby-Dick“, hann er aðeins ein blaðsíða og lýsir hinum fá- mælta Bulkington, sem stendur við stjórn- völ á hvalveiðiskipinu „Pequod" á ískaldri vetrarnóttu, þá hefði Balzac strax skilið, að hann ætti eftir að sitja á bekk með þessum rithöfundi á ódáinsakri. Sama ár sendi Charles Dickens frá sér 38 ára gamall „David Copperfield". Hann hafði þá þegar skrifað margar sínar fræg- ustu bækur og að minnsta kosti hafa menn þótzt kenna áhrifa frá „Oliver Twist“ á eina af fyrri skáldsögum Melvilles. Það er kannski enn einn samtíðar- maður, sem hefur orkað lítið eitt á Mel- ville, þótt áhrifanna gæti ekki mikið. Það er Victor Hugo. Arið sem „Moby-Dick“ kom út var umhleypingasamt ár í ævi Hugos, sem þá var orðinn nafntogað skáld. Stjórnlagarofið á Frakklandi 1851 knýr hinn stjómmálasinnaða rithöfund til að hverfa úr landi og í nokkur ár býr hann landflótta á Jersyeyju. Á sama hátt og finna má hina frægu samtalslist Hem- ingways þegar í ritum Hugos, verður maður að ætla, að Melville hafi sótt til hins franska rómantíska skálds hið mikla vænghaf hugmyndaflugsins. Árið 1851 verður annað sagnaskáld að flýja, hann er mestur meðal Svía, C. J. F. Almquist. Hann er 58 ára gamall, pen- ingamál hans öll í óreiðu og grunaður um að hafa myrt okrara. Hann flýr til föður- lands Melvilles, þangað leituðu ófáir með mjög slæma samvizku, en eignuðust af- kvæmi með sérlega góða samvizku. Ári síðar en „Moby-Dick“ kemur út í Rússlandi „Dagbók veiðimannsins" og var það frumverk Ivans Turgenjefs. Hann var einu ári eldri en Melville. En Dosto- jevski, sem er tveimur árum yngri en Ameríkumaðurinn, sat árið 1851 annað ár sitt í fangelsi langt austur í Síberíu og Leo Tolstoj, sem þá var 23 ára gamall liðsfor- ingi, var þetta ár sendur á vígstöðvarnar í Kákasus. Það er um það bil um slíkt levti, miklu lengra í norðri, en samt undir væng keisaraarnarins. Kornungur maður frá þorpinu Nurmijarvi í Nýlandi í Finn- landi. Faðir hans var fátækur skraddari í þorpinu, sendir hinn unga mann til Helsingfors til náms. Unglingurinn heitir Alexis Stenwall, en kallar sig Kivi. Hann
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.