Andvari

Volume

Andvari - 01.05.1967, Page 74

Andvari - 01.05.1967, Page 74
72 MARTIN A. HANSEN ANDVARI hið ósigrandi skrímsli meðal þeirra, Moby- Dick sjálfan. Þannig þættast hugmyndir okkar hinni miklu ófreskju í Gamla testa- mentinu, sem kemur fyrir í Sálmunum og nefnd er sú vera, er Guð notar til að gera Job skiljanlegt almættishugtak sitt. Maður minnist þessarar mynda í hinum hebresku Sálmum: Hafið sem liggur grá- hært þegar Leviatan hefur farið yfir það. Herman Melville hefur sótt nafn og hugmyndir til eldfornrar kynkvíslar, sem ekki stundaði farmennsku, Hebrea. Það eru þeir, sem hafa sagt þá sögu, sem séra Mapple leggur út af í predikun sinni í inngangsorðum „Moby-Dicks,“ einhverri dásamlegustu stólræðu sem um getur í bókmenntum heimsins, og söguna um Jónas, sem að boði drottins er gleyptur af fiski, sem verið hefur af kynþætti Leviatans. Og þar sem þessi saga skipar svo mikinn sess í inngangsorðum skáld- sögunnar, er ástæða til að ætla, að skáldið hafi með þrjózku Jónasar spámanns og s'igunni af hinum þrjózkufulla Akab, sem vill sigra hinn hvíta hval, viljað beina athyglinni að mikilli hugsun í bókinni, að sál, sem í uppreisn stefnir þjóðfélagi í voðann gegn djúpstæðum gangi lífsins. Melville hefur þá tengt frummyndir skáldsögu sinnar fornum goðkynjuðum sögum, sem kristinn heimur hefur varð- veitt löngu eftir að hinir gömlu sjávar- guðir Hómers og Norðurlandabúa voru ekki orðnir annað en skrautlist í sögunni. Með þessum frumaldarsögum nær hann tónum úr gamalkunnum lögum og við erum leidd inn í aðalstefið, sem er sjálft stef skáldsögunnar. Hann er andríkur, en framar öllu er hann frásagnarmaður. Og fyrir þá sök kynnumst við ekki raun- verulega máttarvaldi hafsins, Moby-Dick, með þessari ábendingu í sögur Gamla- testamentisins. Hin gömlu minninga- tengsl duga ekki þegar hvalurinn að lok- um birtist, umvafinn ógnum. En það var heldur ekki ætlunin, að þau skyldu nægja. A hundruðum blaðsíðna leikur hann þá list að læða að lesandanum ugg- vænlegri eftirvæntingu, unz hann lætur hana rætast með ísköldu átaki. Við höf- um aðeins heyrt sagnir af Moby-Dick, en ekki séð hann, meðan dagsönnin á skipinu, veiðin, veðrabrigðin, hugur mannanna og eðli hafsins hlaðast smá- saman orku hins óséða skrímslis. Llnz það að lokum í björtu dagsljósi og öllum til fordjörfunar rís upp úr sjónum, skutl- arnir eins og skógur í gráhvítum skrokkn- um, og dregur á eftir sér slóða slímugra veiðitauga. Ef ræða skal um forsendurnar að því að Melville gat skrifað svo mikla skáld- sögu um hvalveiðar, þá má gera það í stuttu máli. Að sumu leyti er bókin hlað- in raunsönnum fróðleik, sem sá einn getur veitt, er hefur tekið þátt í leiknum. Hlutirnir, bátar, hvalveiðitaugar, skutlar, sveðjur, allt sem úr efni er gert, er skynj- að svo náið, að það geislar frá sér undar- legu segulmagni, og það er sjálfsagt mjög sjaldgæft, að menn geti af eigin rammleik lifað hlutina svo skörpum skilningi eins og í frásögn Melvilles, það getur jafnvel borið við, að geislaorkan frá tækjum hans beinist að hlutum, sem lesandanum eru handtækari í daglegu lífi. En þá má bæta því við, að Melville var á hvalveiða- skipum í nokkur ár og kynntist bæði uppþoti og stroki, og meðal undarlegra ævintýra var dvöl hans um stundarsakir meðal innborinna manna á Tahiti þótt hann ætti þar ekki nærri því eins langa vist og Gauguin síðar. I rauninni var Mel- ville ekki mjög lengi til sjós, en viðburð- irnir, sem hann lifði, urðu með miklum hraða, fóru nær því í loftköstum. Hann var ekki nema hálfþrítugur þegar hann fór í land og gerðist rithöfundur og bjó ná- lægt fæðingarborg sinni, Nevv York. Þar átti hann litla jörð um það leyti \
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.