Andvari

Årgang

Andvari - 01.05.1967, Side 76

Andvari - 01.05.1967, Side 76
74 MARTIN A. HANSEN ANDVARI iel Hawthorne, sem bókin er helguð, nýj- an og vitran vin, sem olli því, að Melville var einu ári lengur að skrifa bókina en áætlað hafði verið — samt hefur hún verið furðulega fljót í smíðum, sýnilega hálft annað ár ásamt vísindalegum rannsóknum sem með þurfti. Ráð Hawthomes máttu sín nokkurs, við vitum þó ekki hversu mikils. En það mætti hugsa sér, að Mel- ville hafi blandað hvalveiðiævi sinni í skáldsöguna. Kallið mig Ismael- — sú setning er þó ekki fengin að láni hjá nein- um vini, hún ber á enni sér handbragð snillingsins. Með því höggi hjó hann á þær festar, sem tengdu hann sögunni. Því Ismael er ekki Melville. Hann líkist hon- um, en hann er það ekki. Ismael er sonur ambáttarinnar Hagar, óskilgetinn sonur Abrahams og taldist ekki af kyni ættfeðranna. Sonur og höfðingi eyðimerkurinnar. Ismael á sér enga sögu, engin ætt viðurkennir hann og þannig á Ismael skáldsögunnar sér enga sögu. Við fáum rétt veður af því, að hann hafi víst verið skólakennari, þótt ungur væri, en ábendingin er hlédræg. Við hana bætist sú skýring, nærri því glettnisleg, að Ismael fari í hvalveiðitúr sér til hressingar. Allt stefnir þetta að því sama: Okkur á að skiljast, að Ismael séu ekki ráðin sömu örlög og hinum í skáldsögunni. Það kemur heldur hvergi fyrir, að viðburðimir mark- ist af nærveru hans eða hlutdeild. Hann er aðeins nærstaddur er þeir gerast. Að hann að lokum með furðulegum hætti kemst einn lífs af, það er bundið nafni hans og því hlutverki, sem hann leikur: Hann er vitnið, áhorfandinn, sögumaður- inn. í þessu efni líkist Melville fornsög- unum, hann vill segja söguna um munn vitnis. Melville er þó yngri en fomsögurnar. Hann ljóstrar því upp, að nú skuli verða skáldað. Kallið mig Ismael! byrjar hann. Með því vill hann segja lesandanum: Gerðu þér nú ljóst, að nú verður þér saga sögð, að nú ertu undirorpinn lögmálum hugmyndaflugs og sagnaskáldskapar. En það hefðum við einnig skilið, ef hann hefði byrjað á þessa lund: Nafn mitt er Ismael. Þá er Ismael heldur ekki Melville. En kallið mig það. Þá skilst okkur: að sönnu geisar ímyndunaraflið fram, en við vitum, að allt sem notað er, rúmið, hlutirnir, allur efniviður hugmyndaflugs- ins er sannur, höfundurinn ábyrgist það. ímyndunaraflið er nú með í förinni, höfuðgerningur sögunnar er alls staðar undirbúinn, hinir mörgu aðfarakaflar velta og snúa við stefjunum sem síðar skulu leikin til loka. Síðar, þegar langt er komið sögunni, eigum við að geta litið um öxl og skilið við hvað er átt í predikun Mapples prests, í minninga- töflunum í kirkju hans, í málverkinu af skipi og hval hjá Höfða, svo sem Ismael sá það á hvalveiðaraknæpu, þar sem hann hitti einnig konungssoninn, skutl- arann Queequeg, þennan rólynda göf- uga mann, sem stendur svo djúpum rót- um í grunni tilverunnar. Ismael og hann verða vinir og Ismael fórnar tréguði Queequegs, Yojo, logandi spónum, og þetta er nauðsynlegt til þess að við getum skilið til fulls, hversvegna Ismael bjarg- ast. Brátt fáum við fregnir af Akab skip- stjóra, leiðtoga þeirra. En það er eins um hann sem hinn mikla fjanda hans, lengi kynnumst við honum aðeins af af- spurn áður en við hittum hann. Ismael beinir huga okkar í ákveðna átt, Akab hét konungur einn illur, stendur þar. Hann er kunnur, hann var af ætt Davíðs og því af ætt Abrahams og örlögin leika hana grátt. Um Akab segir svo í Gamla testamentinu, að hann féll frá sönnum guði, og svo sem Akab er líkur Jónasi gefur nafn hans einnig til kynna, að hann er vilji, sem ris gegn frumlögmáli
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.