Andvari - 01.05.1967, Side 87
ANDVAKI
UNESCO 20 ÁRA
85
í huga mannsins, þá er það í huga
hans, sem gera verður friðnum varnir;
að vanþekking manna á siðum og
lifnaðarháttum annarra þjóða hefur í
sögu mannkynsins ávallt verið algeng
orsök þeirrar tortryggni og vantrausts
milli þjóða heims, er allt of oft hefur
valdið því, að úr ágreiningi þeirra hef-
ur orðið styrjöld;
að sú mikla og ægilega styrjöld, sem
nú er lokið, brauzt út sökum þess, að
afneitað hafði verið lýðræðislegum
grundvallaratriðum, mannhelgi, jafn-
rétti og gagnkvæmri virðingu manna,
en þess í stað náði kenningin um mis-
rétti manna og kynþátta víðtækri út-
breiðslu sakir fáfræði og hleypidóma;
Af þessum ástæðum eru rí'kin ......
sammála um og staðráðin í því að stuðla
að auknum samskiptum milli þjóða sinna
í því skyni að auka gagnkvæman skiln-
ing og sannari og fullkomnari þekkingu
manna á lifnaðarháttum hvers annars.
Fyrir því stofna þau með sér Menn-
ingarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna í
þeim tilgangi að stuðla að því, með
'fræðslu-, vísinda og menningarsamskipt-
um milli þjóða heims, að náð verði því
markmiði alþjóðlegs friðar og almennrar
velferðar mannkynsins, er Sameinuðu
þjóðirnar stefna að og lýst er yfir í stofn-
skrá þeirra.
Október 1966.