Andvari

Volume

Andvari - 01.05.1967, Page 88

Andvari - 01.05.1967, Page 88
ÁRNI G. EYLANDS: Bréf til bænda og neytenda i Mikið er rætt og ritað um vandamál landbúnaðarins, upp á síðkastið, og einnig um, að landbúnaðurinn sé orðinn þjóð- hagslegt vandamál. Segja þar töluvert af Ólafi helga margir, sem vart er hægt að segja að hafi séð hann, svo að notað sé orðtæki gamalt. Að vonum lætur oft hátt í borgarbú- um og öðrum neytendum, er þessi mál eru rædd. í málflutningi ber þeim margt á milli, neytendum og framleiðendum. Yfirleitt ber mikið á því, að neytendur og þeir, sem stunda aðrar atvinnugreinar en landbúnað, segi sem svo: Eitthvað hlýtur að vera hægt að gera og eitthvað verður að gera til þess að lagfæra land- búnaðinn, svo að hann haldi ekki áfram að vera síaukin byrði á þjóðarbúinu — á herðum þjóðarinnar, og um leið þjóð- hagslegt vandamál. Slíkar raddir heyrast ekki aðeins frá breiðfylkingu neytenda, þær heyrast einnig frá forystumönnum innan þings og utan. Jafnvel þar virðast mjög skiptar skoðanir um búnaðarmálin. Ur flokki þeirra sem líta á búnaðar- málin sem þjóðhagslegt vandamál hefir verið sagt, meðal annars: „Framleiðslu- kostnaður landbúnaðarins í heild er allt of hár, -—Og enn fremur, að bændur verði „að skilja það, að ekki er hægt að ætlast til þess, að skattgreiðendur stvrki árlega með hundruðum milljóna króna framleiðslu, sem er frá þjóðhagslegu sjónarmiði jafn óhagkvæm og islenzk landbúnaðarframleiðsla til útflutnings við núverandi aðstæður er“. Til sönnunar þessu er bent á, „að hægt væri að fá flestar af þeim vörum, sem íslenzkur landbúnaður framleiðir, keyptar til lands- ins fyrir miklu lægra verð en það kostar að framleiða þær hér“. (Morgunbl. 9. okt. 1965). Ég fæ eigi séð, að þessi málflutningur sé „þjóðhagslega" réttur né „hagkvæm- « ur . Auðvelt er að átta sig á því og viður- kenna það, að ekki sé hægt að styrkja útflutning búvara takmarkalaust, slíkt hljóti að eiga sér takmörk. Og nú er einmitt þannig á þessum málum haldið, að stuðningur við útflutning slíkra vara er miðaður við 10% af framleiðsluverð- mæti allrar búnaðarframleiðslunnar í landinu, eins og það er reiknað samkvæmt skýrslum og áætlunum. Útflutningsupp- bótunum eru því sannarlega takmörk sett, bændastéttin hefir hér aðhald, og þeir, sem stjórna skipulagningu fram- leiðslunnar. Það kemur bændum sjálfum i koll ef „offramleiðslan" fer yfir þessi 10% takmörk. Ég nota orðið offram- leiðsla til hægðarauka, en ekki af því, að ég viðurkenni það réttmætt vera að nefna alla framleiðslu búvara, umfram það, sem innlendur markaður getur tekið á móti, „offramleiðslu". Hins vegar er það engin sönnun fyrir því, að verðlag á búvörum sé of hátt, eða „þjóðhagslega óhagkvæmt", þótt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.