Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.05.1967, Qupperneq 89

Andvari - 01.05.1967, Qupperneq 89
ANDVARI BRÉF TIL BÆNDA OG NEYTENDA 87 „hægt væri að fá flestar af þeim vörum, sem íslenzkur landbúnaður framleiðir, keyptar til landsins fyrir miklu lægra verð en það kostar að framleiða þær hér“. Slíkt eru léleg rök og sanna aðeins vöntun á yfirsýn á sviði búnaðarmála almennt, bæði innan lands og utan. Mjög óvíða í þeim löndum þar sem búskapur og búmenning stendur föstum fótum, og með blóma, er farið að því, sem megin- atriði, þótt hægt sé að fá „keyptar til landsins" búvörur fyrir „lægra verð, en það kostar að framleiða þær“, í hlutað- eigandi landi. Ekki þarf langt að leita til þess að sanna þetta. Segja má, að það gildi um nær alla búnaðarframleiðslu á Englandi. Búvörur fást fluttar til Bret- lands fyrir lægra verð heldur en kostar að framleiða þær innanlands. Samt halda Englendingar uppi búskap og það eigi óverulegum. — En þeir styrkja eigi búskap til útflutnings, satt er það. En lítum til Dana. Þeir eru mikil búnaðarþjóð að fornu og nýju, og bú- vörur eru mikill meginþáttur í útflutn- ingi þjóðarinnar. En nú er svo komið, að landbúnaður Dana nýtur -— og verð- ur að njóta — verulegra framlaga af ríkis- fé til þess að halda þeim útflutningi áfram fullum fetum. Og þetta er gert, jafnvel við þær verðlagsaðstæður, að það gæti verið ódýrara, ef litið er á verðlags- tölurnar einar, að flytja inn sumar teg- undir búvara til Danmerkur, heldur en að framleiða þær heima fyrir til neyzlu í landinu, hvað þá til útflutnings. Og ekkert útlit er fyrir því, að Danir hygg- ist breyta til um þessa hluti. Þeir telja sér þjóðarnauðsyn og þjóðarhag að halda áfram að framleiða búvörur til útflutn- ings, þótt við óhagstætt verðlag sé að búa. Rétt er einnig að minnast á Noreg í þessu sambandi. Þar er svo ástatt um mjólk og mjólkurvörur, að annars vegar er um nokkra „offramleiðslu" að ræða og mjög óhagstæðan útflutning, en hins vegar er tilfinnanlegur skortur á neyzlu- mjólk á sumum stöðum í landinu og á vissum tíma árs. Árið 1964 fluttu Norðmenn út 6 467 smálestir af smjöri og 12 317 smálestir af osti (1963 13 833 smálestir). Norska ríkið greiðir verulegan framleiðslustyrk til þess að framleiða þá mjólk, sem hið útflutta smjör og hinn útflutti ostur er unninn úr, þótt eigi greiði það útflutn- ingsuppbætur á þessar vörur beinlínis.1) Þessi erfiði útflutningur stafar af „of- framleiðslu" mjólkur — vér skulum kalla það svo — í þeim hlutum lands- byggðarinnar, sem sökum fjarlægðar geta eigi selt neyzlumjólk til Oslóar né annarra þéttbýlissvæða í Noregi, og of mikilli framleiðslu í öðrum sveitum á vissum tíma árs. Meðan þessu fer fram er mikill skortur á mjólk og rjóma í Osló og öðrum borgum umhverfis Osló- fjörðinn, svo og í Þelamerkurfylki og á Austur-Ögðum árlega, á tímabilinu september-byrjun til ársloka ár hvert. Eða með öðrum orðum sagt og skýrt: Á þessum tíma árs anna uppsveitir borga og þéttbýlis á þessum slóðum engan veginn að framleiða þá mjólk sem borgirnar þarfnast. Til þess að full- nægja eftirspurninni og eðlilegri nauð- syn verður að flytja mjólk og rjóma til 1) Að vilja bænda er lagt gjald á allan fóðurbæti, sem fluttur er til landsins og seld- ur í Noregi. Fé þetta rennur í svonefndan Fóðurbætissjcð og nemur miklum upphæð- um, á annað hundrað milljónum norskra króna ár hvert. Utflutningsupphætur á mjólk- urvörur og kjöt eru greiddar úr Fóðurbætis- sjóði. Þannig standa bændurnir sjálfir undir þessum uppbótum. Fé sjóðsins er að öðru leyti varið til margra hluta, en allt hnígur það að því að bæta aðstöðu landbúnaðarins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.