Andvari

Årgang

Andvari - 01.05.1967, Side 93

Andvari - 01.05.1967, Side 93
A.NDVARI BRÉF TIL BÆNDA OG NEYTENDA 91 laga árstíðasveiílurnar á mjólkurmagninu. Veðrátta og gróður fer sínu. Hagar eru ekki hinir sömu í ágúst—október eins og í júní—júlí. Þetta má þó lagfæra nokkuð með fóðurgjöf, grænfóðurgjöf o. fl., en þó vart til fulls. Hitt er öllu erf- iðara viðfangs, að blessaðar kýrnar eru ekki vélar eða gosdrykkjasjálfsalar. Þær eru þeirri náttúru gæddar, að þær vilja ráða því nokkuð sjálfar, hvenær þær bera ár hvert, og á hvaða tíma árs þær mjólka mest af þeim ástæðum. Þótt bóndinn vilji vera með í ráðum um þessa hluti og hafa sem flestar kýrnar sínar snemm- bærar — það er láta þær bera seint að hausti eða snemma vetrar — bera kýrnar bóndann og mjólkurbúið ráðum og fara sínu fram. Þetta er ein meginorsök árs- tíðasveiflunnar á mjólkurmagninu. — Ef til vill er bamalegt og vart viðeigandi að vera að ræða um svona einfalda og sjálfsagða hluti, hætt við að lesenduro í sveitunum finnist það blátt áfram kjána- legt, en ég er ekki viss um að borgarbúar geri sér almennt grein fyrir því, hversu móðureðli kúnna og „sérvizkan" í þeim veldur miklu og grípur inn, á sviði út- flutningsuppbótanna —- blátt áfram inn í „höfuðvandamál íslenzkra efnahags- mála", svo að notað sé hagfræðilegt orða- lag, eins og í blöðum stendur. Það vantar ekki, að bæði bændum og forráðamönnum mjólkurbúanna sé ljóst, hve árstíðasveiflan á mjólkurmagninu er öllum til óþurftar, jafnt bóndanum sjálf- um sem fjármálaráðherranum. Bændur eru hvattir til að gera það, sem þeir geta, til þess að draga úr sveiflum þessum, og fjárhagslega er létt undir með þeim að fást við vandann. Mjólkurbú Flóamanna greiðir nú bændum á félagssvæði sínu 75 aurum hærra verð fyrir hvern innveg- inn mjólkurlítra mánuðina september— desember heldur en aðra mánuði ársins. Þetta gerir bændum kleift að hlynna vel að kúnum, hygla þeim með haustbeitinni og gefa þeim fóðurbæti framan af vetri, umfram það, sem ella væri sjálfsagt. Þetta þurfa þeir líka að vita, sem ræða mest um „offramleiðslu" mjólkurvara. Bændur -—- mjólkurframleiðendur — fljóta ekki bara „sofandi að feigðarósi" í þessu máli. V Ég taldi áðan, að ýmislegt mætti betur fara. Vafamál er, hvort hér er í hóf stillt, þegar ný mjólkursamlög eru stofnuð í sambandi við fámenn þorp og markað þann lítinn og óverulegan, sem um er að ræða á slíkum stöðum, og sem fyrirsjáan- legur er. Með þessu er um leið ýtt undir bændur í nærsveitum þessara litlu sam- laga að fjölga kúm og taka upp mjólkur- framleiðslu, til sölu í samlagið. Leiðir þetta til þess, að um „offramleiðslu“ mjólkur verður að ræða, umfram þann litla heimamarkað, sem fyrirfinnst á slík- um stöðum. Ur þeirri „offramleiðslu" mjólkur verður að vinna vörur, sem ekk- ert er hægt að gera með annað en selja þær úr landi fyrir lítið verð og greiða með þeim útflutningsuppbætur. Sá böggull fylgir svo þessu skammrifi, að kröfur rísa um að halda opnum vegum að vetri til, oft með svo miklum kostnaði, að það fer langt fram úr því, er skynsamlegt getur talizt, og er ekki í neinu eðlilegu hlut- falli við hið litla mjólkurmagn, sem flytja skal. Er neytendum nokkur vorkunn þó að þeim þyki undarlega að unnið, er það skeður samtímis, að brotizt er með mjólk urn torleiði á vetrum og með mikl- um tilkostnaði til hinna litlu mjólkurbúa, sem lítils við þurfa um neyzlumjólk, og kúabúskapur aukinn á þeim slóðum, — og svo hitt, að góðir bændur leggja niður kúabúskap og mjólkurframleiðslu í land- námi Ingólfs og í landnámi Ingimundar gamla og taka í þess stað upp einhliða
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.