Andvari

Árgangur

Andvari - 01.05.1967, Blaðsíða 94

Andvari - 01.05.1967, Blaðsíða 94
92 ÁRNI G. EYLANDS ANDVARI sauðfjárbúskap. Bót er í máli, að „of- framleiðsla" hinna litlu mjólkurbúa er lítil að vöxtum, og vegur ekki mikið i hinni svokölluðu „offramleiðslu" mjólk- urvara á landi hér. En spyrja má, hvort ekki sé ástæða til að stinga við fótum um frekari fjölgun mjólkurbúa, þar sem lítið er í efni, og að auka mjólkurframleiðslu á þeim slóðum, þar sem sauðfjárrækt er eigi síður álitleg. Það hlýtur að vera hlut- verk Framleiðsluráðs landbúnaðarins að aka svo seglum um verðlagsgrundvöll mjólkurvara og sauðfjárafurða, að bænd- ur þurfi ekki að freistast til að auka kúa- búskap umfram þarfir og á þeim slóðum þar sem slíkur búskapur til sölu mjólkur til vinnslu verður að teljast miður eðli- legur. Ég vil nefna staði, svo að ljóst sé talað og ekkert undir rós: Djúpivogur, Kópasker, Þórshöfn, Hólmavík og Reyk- hólar í Austur-Barðastrandarsýslu. Á öllum þessum stöðum mun hafa komið til tals að koma upp mjólkursamlögum, í Djúpavogi er þetta komið í framkvæmd, á Þórshöfn komið að því, að mjólkursamlag taki til starfa, hvað sem verður um Kópasker, Reykhóla og Hólmavík. A slíkum fá- mennisstöðum er illt í efni. Það er talið reka á eftir að koma upp mjólkursamlög- um, að fólkið í þessum örsmáu þorpum þurfi að fá gerilsneydda mjólk. Hins veg- ar er ljóst, að mjólkurneyzla á slíkum stöðum er svo lítil, að mjólkursamlög geta ekki starfað með neinum viðunandi árangri nema þeim berist meiri mjólk en sem nemur neyzlunni heima fyrir á hverj- um stað. Þessi litlu mjólkursamlög ýta þannig undir ,,offramleiðslu“ mjólkur og lí'tið eðlilega búnaðarhætti. — Læt ég svo útrætt um þennan dálítið leiða þátt offramleiðslunnar svonefndu — en sem til allrar hamingju er lítill að vöxtum og veldur meiri tortryggni neytenda í garð bænda og þeirra sem stjórna mjólkurmál- um, heldur en „þjóðhagslegum vanda“. VI Hve mikil er nú „offramleiðsla“ mjólk- ur og mjólkurvara og hve mikil þarf hún að vera til þess að ekki komi til þess að neyzlumjólk skorti í skammdeginu? Og þegar á bjátar með árferði? Norskir sérfræðingar hafa talið að „of- framleiðslan" megi ekki vera minni, ef svo má segja, en um 10%, eins og þar er högum háttað. Ekki er ósennilegt, að eitthvað svipað eigi við hér hjá oss, jafn- vel að offramleiðslan þurfi að vera öllu meiri hér á landi heldur en í Noregi. Og nú er einmitt svo á statt, að offramleiðsl- an, sem hér kemur til útflutnings árlega hin síðustu og „verstu“ ár, svo að um þetta sé rætt með þjóðhagslegum orðum, hefir ekki náð hámarksheimildinni um niðurgreiðslur fyrr en verðlagsárið 1964 —65, þá fór hún fram yfir 10% mörkin.1) Sú 10% regla sem nú gildir um útflutn- ingsuppbætur — að hámark þeirra megi nema allt að 10 prósentum af heildar- verðmæti búnaðarframleiðslunnar, eins og hún er hverju sinni — virðist ekki vera neitt hræðilegt óhóf. Nær lagi að segja, að þar sé nokkuð í hóf stillt. Þetta virðist, lauslega athugað, vera auðveldur og handhægur reiknimáti, en nánar at- 1) Eftir að þetta var ritað hafa komið fram upplýsingar um, að „heildarverðmæti landbún- aðarframleiðslunnar á þessu ári (1966) er áætlað um 2200 milljónir króna", og að „vegna þess hversu mikið þarf að flytja út af mjólkurafurð- um mun vanta um 70 (til 80) milljónir króna til þess að fullt verð fáist." Enda er gert ráð fyrir „að „offramleiðsla" mjólkur nemi nú „allt að fjórðungi (25%) mjólkurframleiðslunnar í landinu." I nýjustu hagfræðitölum frá Noregi er talið að „offramleiðsla" mjólkur þar í landi þurfi nú að vera 15—20%, svo að vel sé fyrir séð. Hér virðist því vikið um of frá áætluðum og eðlilegum skipula^sháttum í framleiðslunni, og ausunni dýft nokkuð freklega í, ef þetta á að greiðast úr ríkissjóði, umfram 10% greiðsluna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.