Andvari

Árgangur

Andvari - 01.05.1967, Síða 96

Andvari - 01.05.1967, Síða 96
94 ÁRNI G. EYLANDS ANDVARI lag á svínakjöti til samræmis við annað kjöt. En kunnáttuna verður víst að sækja út fyrir pollinn, varla verður hún sótt til bændaskólanna, sem aldrei hafa sinnt svínarækt né alifuglarækt, svo að lær- dómur sé að. Slíkar undantekningar breyta eigi þeirri staðreynd, að búast verður við hækkandi verðlagi á matvörum þeim, sem framleiddar eru við búsýslu hér á landi, og að hið sama á einnig við annars stað- ar á Norðurlöndum og auðvitað víðar um lönd. En þótt slíku fari fram, á að vera hægt að hamla á móti yfirvofandi og væntan- legri verðhækkun búvara hér á landi og draga úr henni, með aukinni hagræðingu íl búskapnum, og á sviðum er varða af- komu bændanna annars vegar og neyt- enda hins vegar. En hér þarf meira með, og það, sem er ennþá meira aðkallandi: Hér þarf að breyta stórlega um stefnu í jarðræktinni, stefnu sem nú er mótuð meira af nokkrum forráðamönnum bún- aðarmála en bændunum sjálfum og meira af þingi og stjórn en af raunhæfri þekkingu og yfirsýn. Hér þarf að breyta stórlega um frá ýmsu, sem nú þykir góð búfræði og góð stjórnfræði eða pólitík. VIII Enn held ég áfram umræðu um ,,of- framleiðslu" landbúnaðarins og vanda- mál bænda og alþjóðar í þvi sambandi, þótt ekki hafi ég til þessa skrifað undir, að hér sé um eitt af „höfuðvandamálum íslenzkra efnahagsmála" að ræða. Land- búnaðurinn og bændumir eiga sér sem betur fer forsjármenn og forsvarsmenn trausta og víðsýna. Þessir menn sumir hverjir þreytast ekki á því að skýra fyrir neytendum, og bændum um leið, að út- flutningsuppbætur á búvörur muni hverfa af sjálfu sér þegar nokkuð lengra líður. Leiðin að þvíl marki sé: aukin ræktun og stærri bú. Aukin ræktun og stærri bú er blátt áfram orðið að vígorði í íslenzkum búnaðarmálum um þessar mundir. Þetta er stefna þings og stjórnar og flestra for- ráðamanna bændamála á landi hér. Þessi stefna er lögvigð með nýjustu gerð jarð- ræktarlaganna 1965. Þar er mótuð stefna næstu ár og sennilega um töluvert ára- bil. Forráðamenn og löggjafar hafa ekki á því herrans ári 1965 séð ástæðu til neinnar stefnubreytingar í ræktunarmál- um frá því, sem verið hefir undanfarið, meðan bændur voru að komast úr kútn- um og sigrast á töðuleysinu. Þetta er illa farið og ber vott nokkurri blindu í búnaðarmálum, og um leið mjög takmörkuðum skilningi á ræktunarmál- um sérstaklega. Búnaðarkjörorðið: Aukin ræktun og stærri bií, sem á að leiða þjóðina inn í hið fyrirheitna land, þar sem ríkissjóður þarf ekki að greiða neinar útflutnings- uppbætur á búvörur, er orðið villukenn- ing og falsspámennska, eins og þetta er einhliða boðað og fram sett. Þar á ofan bætist, að hér er ruglað saman hugtök- um. Með „aukinni ræktun" er yfirleitt átt við meiri nýræktun og stærri tún, og ef til vill ræktaða haga um leið og til viðbótar. Með „stærri bíí“ er yfirleitt átt við stærri bústofn og aukna framleiðslu. Þetta tvennt þarf alls ekki að fara saman, þótt aukinn bústofn eigi að sönnu oftast að koma í kjölfar aukinnar nýræktar til stækkunar túna, sem fyrir eru. En bú geta líka stækkað með öðru móti. Með því að slá saman jörðum, með aukinni notkun fóðurbætis og jafnvel með því að kaupa hey. Tala ekki sumir fróðir menn um að aðskilja fóðurframleiðslu og bú- fjárrækt, grasköggla til sölu til búfjár- bænda o. s. frv. — Og síðast en ekki sízt geta bú stækkað með bættri ræktun og þann veg aukinni og bættri fóðurfram- leiðslu sem undirstöðu fjölgunar búfjár
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.