Andvari

Volume

Andvari - 01.05.1967, Page 102

Andvari - 01.05.1967, Page 102
100 ÁRNI G. EYLANDS ANDVARl ræktar grasflöt við hús sitt, að hann reyni ekki að afla sér búfjárábnrðar til þess að bera undir þölmrnar. En bændum er jafn- vel ráðlagt „að losa sig við mykjuna" með sem minnstri fyrirhöfn ef þess er kostur, þar eð það borgi sig ekki að nota búfjár- áburð til ræktunar. XII Hér er komið að veikum hlekk í bú- skap fjölda bænda. Allt of margir bænd- ur eru farnir að vanmeta búfjáráburðinn, og hirðing hans og notkun er í megnasta ólagi allt of víða, jafnvel allt til þess að bændur reyna að losa sig við búfjár- áburðinn eins og óþrifnað og plágu í bú- skapnum. Jón bóndi á Laxamýri ritar um þetta í 1. janúarblaði Freys 3 ár. Jón upp- lýsir ótrúlega hluti. Búnaðarsamband Suður-Þingeyinga lét athuga áburðar- hirðingu og notkun hjá 287 bændum, sem flestir höfðu mjólkurframleiðslu til sölu. Af þeim höfðu 113 hvorki haug- hús né þvagþró. Og Jón upplýsir enn- fremur: „Ekki munu fá dæmi þess, að bændur losi sig við svo til allan búfjár- áburð sinn, einkum þar sem þægilegt er að koma honum í sjóinn." Og enn bætir hann við: „Tilbúinn áburður er notaður af vanþekkingu og búfjáráburður er lát- inn fara forgörðum í stórum stíl“. Ljót er lýsingin, en ekki kemur mér til hugar að bændur í Suður-Þingeyjarsýslu séu verr á vegi staddir með hirðingu og notkun búfjáráburðar heldur en víða í öðrum sýslum. Og taka vil ég fram, að það er hægt að hirða búfjáráburð allvel í haugstæði norður þar 3 þurrviðrasveit- um, án þess að koma sér upp haughúsi, en ætli því sé ekki óvíða til að dreifa, að slík hirðing, góð, sé bændurn töm? Vanmatið á búfjáráburðinum er orðið að meinsemd í búskap bænda, og um leið að oftrú á tilbúinn áburð, fjöldi bænda notar hann nú orðið eftir for- skrift Páls Ólafssonar: „Brennivínið bætir allt — bara að það sé drukkið nóg", og ekki fjarri sanni, að mörgum bóndan- um reynist tilbúni áburðurinn, notaður í óhófi, álíka vel og brenniv3nið reynist þeim, sem taka ráðleggingu Páls alvar- lega og drekka samkvæmt henni. — Stór sinnaskipti, að því er kemur til búfjár- áburðarins, er eitt af því, sem þarf, til þess að endurræktun túnanna takist til þrifnaðar í búskapnum og bættrar af- komu. Ekki ætla ég mér þá dul að setja fram ákveðna ræktunarforskrift við skipulega endurræktun túna, en ég get sett fram dæmi til að skýra mál mitt um slíka hag- ræðingu í búskap. Bóndi, sem hefir 25 ha tún, ákveður að endurrækta það allt á 10 árum, 2,5 ha árlega. Fyrst athugar hann hvort túnið sé nægilega vel ræst. Ef til vill þarf að bæta við opnum skurði, ef til vill þarf að kílræsa spildu í túninu. Svo getur komið til að gera þurfi ofanjarðarrásir hér og þar, til þess að tryggja afrennsli af túninu og verjast kalhættu. Það er auðgert með jarðýtu og á þann hátt, að rásirnar þurfi ekki að hindra vinnu með vélum. Svo er það sjálf ræktunin. Fyrst er borið á túnið snemma vors mjög góð breiðsla af búfjáráburði, ef til vill fer megnið af búfjáráburði búsins á þessa 2,5 ha spildu, þv3 að ekki má til spara. Svo plægir bóndinn spilduna eins fljótt og veður og tími leyfir, hann gerir það með sínum eigin traktor og góðum tvi- skeraplóg. Plægir til hóflegrar dýptar og vandar plæginguna. Þetta er tveggja daga verk. Þá er að herfa og tæta flagið — strengina. Helzt vil ég herfa með diska- herfi og tæta að síðustu, en slíkt fer eftir verkfærakosti, sem fyrir hendi er. Eitt er víst, að einhliða notkun tætara án plægingar er komin í öfgar og meira notuð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.