Andvari

Árgangur

Andvari - 01.05.1967, Síða 104

Andvari - 01.05.1967, Síða 104
102 ÁRNl G. EYLANDS ANDVARI 60 hesta töðufall af ha í einum slætti hygg ég að sé vel hugsanlegt, þegar túnin eru orðin ræktuð — raunverulega ræktuð — og frjómold þeirra farin að njóta sín. XIII En hér er einn þrándur í götu. Trú- leysið. Vantrúin. Vöntun á trú á íslenzka mold. Einnig vantrú á manndóm bænda. Trú á að hægt sé og ómaksins vert að leiðbeina þeim og fræða þá og leiða að marki: fullum menningarbúskap. Dugn- aður bænda er nýttur, böðlast áfram, oft með óeðlilegum kostnaði, og svo er kraf- izt verðs fyrir vörurnar eftir því; það kostar þetta að framleiða þær. Um hitt er eigi spurt, hvort rétt sé að staðið við framleiðsluna í sem flestum greinum og hvaða verð sé réttmætt í samræmi við góðan búskap. Hér tel ég, að túnræktin sé mesti þverbresturinn, hve henni er ábótavant, hve túnin eru áburðarfrek og taðan oft fjarri því að vera eins góð og vera mætti með betri ræktunarháttum. Þessi vantrú kemur fram ? jarðræktar- lögunum nýju, að endurræktun túnanna — sem ræktunarbótum, skuli þar ekki vera neinn sómi sýndur, allt miðað við að halda áfram að þenja túnin út og auka dýra framleiðslu — ósjáandi það, að framleiðslan verður ekki ódýrari þótt hún aukist með þessum hætti> og ekki líklegri til þess að geta borið sig án út- flutningsuppbóta. Þeir ráðamenn, sem hafa samið jarð- ræktarlögin nýju og gert þau að lögum, eru ekki líklegir að fylkja bændum til þess nýmælis, sem skipuleg endurrækt- un hinna lélegu túna er og veita þeim handleiðslu við að skipuleggja slíkt ný- mæli. Jarðræktarlögin neita að styrkja slika viðleitni, nema um kal sé að ræða eða svo auma ræktun, að túnið sé farið að þýfast aftur. Markið að koma miklu magni af búfjáráburði niður í túnin, er utan sjóndeildarhrings, umræðan snýst heldur um tilbúinn áburð — aukið magn af honum. Annar þrándur er einnig í götu, raunar megingrein af sama stofni. Þegar bændur fóru að gefast upp á ofanafristuaðferðinni gömlu, og fram undir 1930, þótti sjálfgræðsla og græði- sléttur líkleg ræktunaraðferð við nýrækt- un. Árið 1930 kemur út mikil ritgerð eftir Ólaf Jónsson, er hann nefndi Sáð- sléttur, kom í Ársriti R.N. og sérprentuð á vegum Áburðarsölu ríkisins og var dreift mjög víða meðal bænda. Ritgerðin var byggð á tilraunum R.N. og fleiri fræðum. Með riti þessu var sáðsléttan leidd til sæt- is í íslenzkri túnrækt. Síðar herti Ólafur á með annarri ritgerð sýnu meiri, bókinni Belgjurtir, sem út kom 1939 og með sama hætti og Sáðsléttur. Fór svo fram um hríð að sáðsléttan mátti heita viður- kennd sem aðalræktunaraðferðin, þótt við nokkuð misjafna trú og árangur væri. En nú, á sjöunda tug aldarinnar, þegar búið er við margfalt meiri tækni og fleiri úrræði heldur en nokkru sinni fyrr, höf- um vér farið í hring og erum í rauninni staddir á fyrsta fjórðungi aldarinnar. Nú virðast menn, jafnvel ráðamenn, eða ef til vill helzt þeir, vera að tapa trúnni á sáðslétturnar, nú er rótgræðslan og græði- sléttan boðuð á ný, ekki að treysta sáð- gresinu, en treysta í þess stað miklu mest á gamla gróðurinn við alla nýræktun. Bændaþjóðin er að eignast háreista Rann- sóknastofnun landbúnaðarins í Keldna- holti. Formaður stjórnar hennar boðar ný- lega sem æðsta boðorð við alla nýrækt: „umfram allt að jarða ekki grasrótina djúpt“ við jarðvinnslu til nýræktar, og hvað mun þá, ef um endurræktun túna er að ræða. Um fram allt að treysta ekki sáðgresinu, en byggja sem mest á rótum gamla gróðurins sem fyrir var við vinnsl- una Og þessi kenning, léleg yfirborðs-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.