Andvari - 01.05.1967, Page 105
ANDVARI
BRÉF TIL BÆNDA OG NEYTENDA
103
ræktun, virðist þannig eiga miklum byr
að fagna, jafnvel innst í búri íslenzkra
búvísinda. Ég segi með fullum vilja: „lé-
leg yfirborðsræktun", þar eð yfirborðs-
ræktun er og verður í eðli sínu allt af
léleg ræktun, er rækta skal jörð til frjó-
semdar, fram hjá þvi verður ekki kom-
izt.
'Þegar þannig er komið málum virðist
ef til vill vera tilgangslítið að ræða um
endurræktun lélegra túna og fullkomnar
sáðsléttur sem úrræði og mikinn áfanga
í búskap bænda — en ég geri það samt,
nú og endranær, held áfram að gera það.
XIV
En það er ekki aðeins heima á búum
bænda, sem nýrrar hagræðingar er þörf.
Þar hefir skeð síðustu 20 árin undraverð
og mikil hagræðing, þótt hið mikla spor,
stórbætt ræktun í stað útþenslu ræktunar-
innar, sé nær óstigið enn. Svo vil ég
skjóta því hér inn, að mjög er aðkallandi
að koma á aukinni hagræðingu á öðru
sviði, sem þó er nátengt bættri ræktun,
það er bætt tækni og vinnubrögð við
geymslu búfjáráburðarins og við að koma
honum á ræktaða landið — og samkvæmt
endurræktunarkenningu minni — niður
í túnin.
Það er þörf mikillar hagræðingar hjá
samvinnufyrirtækjum bænda og öðrum
fyrirtækjum slíkum, sem mjög grípa inn
í hag bænda og útkomuna af framleiðslu
búvara. Drep aðeins á þetta nú í lokin,
og fer mjög fljótt yfir.
A fóðurbætisverzluninni er mjög lé-
legt lag að ýmsu leyti. Innflutningurinn
í molum og óhagstæður. 011 fóðurblönd-
un óhagstæð og bókstaflega gamaldags
og um leið dýr í vinnu. Þetta hljóta allir
að sjá og skilja, sem séð hafa dálítið af
slíku hjá nágrannaþjóðum vorum, hver
feikna sjálfvirkni er þar notuð við inn-
flutning og uppskipun fóðurvara, blönd-
un þeirra og jafnvel flutning fóðurblöndu
heim til bænda. Hér er stórmikið að vinna
til hagsbóta. En það kostar mikinn stofn-
kostnað, og sparnaður hagræðingarinnar
kemur ekki fram án biðar, —- en hann
kemur, og forðar frá síauknum kostnaði,
sem ella vofir yfir.
Þrjár grasmjölsverksmiðjur eru til hér
á landi, góður er að þeim nauturinn,
þar eð rílkið á eina og SÍS aðra. Sú þriðja
er einkaeign, byggð af bjartsýni, án
allrar opinberrar fyrirgreiðslu. Það er
fljót sagt, að engin þessara verksmiðja
þolir neinn samanburð um hagræðingu
við hið nýjasta og bezta á þessu sviði í
nálægum löndum. Það breytir engu og
bætir lítið úr, þótt þar séu einnig margar
grasmjölsverksmiðjur miður fullkomnar,
svo að þörf væri aukinnar hagræðingar,
einnig þar.
I sláturhúsunum, ég hygg nær öllum,
jafnvel afdráttarlaust öllum, er svo á
statt, að þar skortir mjög á hagræðingu.
Vinnukostnaður við slátrun sauðfjár,
sem er aðalatriðið, er fram úr hófi. Mann-
skapur við slátrun víðast svo mikill, að
forstöðumenn sláturhúsa t. d. í Noregi,
þar sem mest er um sauðfjárslátrun þar
í landi, hrista bara höfuðið þegar þeir
heyra hve margir menn eru utan um að
slátra t. d. 1000 fjár á dag í íslenzkum
sláturhúsum. Hér er hægt og þarf nauð-
synlega að koma á stóraukinni hagræð-
ingu. — En það kostar mikinn stofn-
kostnað — stórmikinn, og hann krefur
sínar rentur og afborganir. Tek það fram
þar eð neytendum og jafnvel hagfræð-
ingum hættir oft við að halda, að bara
sé að auka tækni og hagræðingu og svo
sé hægt að lækka verðið á vörunum.
Slíkt er oftast hrapallegur misskilning-
ur. Eigi að síður er aukin hagræðing það,
er koma verður, oft blátt áfram sem vörn
gegn síauknum tilkostnaði, sem, ef kyrr-