Andvari - 01.01.1999, Blaðsíða 34
32
VÉSTEINN ÓLASON
ANDVARI
Með þessum orðum hefst rit Einar Ólafs Sveinssonar, Um Njálu I,
sem hann hlaut doktorsnafnbót fyrir við Háskóla íslands árið 1933.
Auk þess sem hér getur setur hann sér það verkefni að komast eftir
úr hvaða heimildum höfundur hafi moðað og grennslast fyrir um ald-
ur sögunnar og heimkynni eða upphafsstað. Fyrsta atriðið, að sýna
fram á að sagan sé ein heild en ekki samsett úr öðrum eldri sögum,
heppnaðist svo fullkomlega að sú skoðun hefur naumast látið á sér
kræla síðan. Enginn teljandi ágreiningur hefur heldur verið um
aldursákvörðun Einars Ólafs, að sagan sé skrifuð á síðasta fjórðungi
13. aldar, enda átti hún sér raunar þá þegar öfluga formælendur.19
Hins vegar hefur nokkuð verið deilt á bæði aðferðafræði hans og
niðurstöður um heimildir sögunnar, en þátturinn um það efni er
lengsti bálkur verksins (bls. 67-219). í þessum þætti kemur best fram
það einkenni á fræðimennsku Einars sem ég nefni raunhyggju og
ríkti í miklu af hugvísindum þessa tíma, og raunar allt frá síðari hluta
19. aldar. Þótt hann hefði aðra hugmynd um sköpun sögunnar en
flestir fyrirrennarar hans, teldi hlut eins höfundar þar miklu meiri,
var honum eigi að síður kappsmál að rekja upphaf verksins til róta í
sem flestum stöðum, og meginaðferðin til þess var að kanna það sem
nefnt hefur verið rittengsl á íslensku og notað um það þegar efni úr
einu rituðu verki er tekið upp í annað eða hefur þar merkjanleg
áhrif. Þessari aðferð hefur löngum verið beitt við rannsókn kon-
ungasagna, enda kom skjótt í ljós, þegar tekið vár að bera þær sam-
an, að þar er oft mikið sameiginlegt efni í fleiri verkum en einu, jafn-
vel efni sem skrifað hefur verið orðrétt eftir eldri ritum. Efnistengsl
Islendingasagna eru sjaldnast svo augljós að beint liggi við að gera
ráð fyrir slíkum vinnubrögðum, jafnvel þótt efni skarist, nema helst
þegar sjá má að efni hefur verið sótt til einhverrar Landnámugerðar.
Það var Björn M. Ólsen sem fyrstur íslendinga tók að rannsaka rit-
tengsl íslendingasagna, svo sem í ritgerðum um Egils sögu og Land-
námu og um Gunnlaugs sögu.20 Þessi aðferð hefur síðan sett svip á
inngangsritgerðir Islendingasagna í útgáfum Fornritafélagsins.
Hin nýju viðhorf til Islendingasagna, sem einkum má rekja til
Bjarnar M. Ólsen og Sigurðar Nordal, birtust umfram allt í því að
gert var ráð fyrir einum skapandi höfundi verks sem hefði haft mikið
og vaxandi frelsi til að fara með efnivið sinn eins og honum sýndist
og auka við hann frá eigin brjósti. Jafnframt því var áhersla lögð á að
rannsaka hvert verk fyrir sig (og hvern þátt þess og atriði fyrir sig)