Andvari - 01.01.1999, Blaðsíða 73
andvari
ENDURFUNDIR VIÐ APRÍL-LAUF
71
tíma, enda ríkti þá talsverð tómleikakennd hér í álfunni sem engan skyldi
furða eftir heimsstyrjöldina miklu sem endaði með splundrun atómsins og
klofningi heimsins alls í austur og vestur. Þessi klofningur og um leið þessi
tómleikakennd kemur vel fram í prósaljóði Sigfúsar:
Ég bið ekki um sálarró, staðsettur miðja vega milli himnaríkis og helvítis, nýs og
gamals, austurs og vesturs. [. ..] En ég bið um að mér sé veitt lausn frá tómi sálarinn-
ar [. ..] frá slíkum degi sem nú er liðinn að kveldi, yfir tómlegan frosthimin í apríl.
Sá klofningur sem hér um ræðir birtist hér á íslandi í nokkuð sérstakri
mynd sem það rof er varð á árum stríðsins og hernámsins, eða milli „nýs og
gamals“, það er milli rótgróinna lífshátta sveitanna og innfluttrar hálfgild-
ings borgarmenningar. Og andspænis þessum andstæðum komust menn
ekki upp með neitt værðarkennt sinnuleysi eins og nú undir lok aldarinnar,
heldur urðu að taka afstöðu. Hér var sem valið stæði milli einhvers konar
fortíðarhyggju er leitaði til baka í dalanna skaut eða framtíðarhyggju sem
vildi byggja allt upp að nýju. Sú fyrrnefnda var vissulega til staðar meðal
skálda og stóð fyrir sínu, þótt hún hafi frekar látið undan síga er nær dró
aldamótum. En hjá Sigfúsi kveður við annan tón, og einkum í fyrstu bók
hans er sem hann vilji brjóta allar brýr að baki og halda á vit hins nýja, þar
sem hann í upphafsljóði bókarinnar boðar að sumar sé í vændum, sem
„bæti fyrir flestar syndir okkar“ og talar um að láta „gamlan dvalarstað að
baki“ og halda áfram án þess að líta við og spyr:
Eða brutum við allt í einu glerhimnana
yfir gömlum dögum okkar?
til þess lögðum við af stað.
Sú afstaða sem hér kemur fram gengur eins og rauður þráður gegnum alla
bókina þar sem hvað eftir annað er talað um að eitthvað sé „æsandi og
nýtt“, „leit um ókönnuð lönd“ eða að finna „nýja aðferð til að lifa“ eða
^knýja nýrra dyra“ og þar fram eftir götunum og nær hámarki í línunum:
rís þá í okkur dagur rís þá í okkur dagur
eftir langa nótt?
Þessi leit á vit hins nýja boðar auðvitað ekki afturhvarf til náttúrunnar
nema síður sé, enda verður náttúran líkt og felld inn í starfsheim mannlífs-
lns fremur en öfugt og minnir á abstraktmálverk:
Hafið flugvélarnar og vindarnir
laka til starfa.
Við förum upp eftir skáhöllum sjávarfletinum