Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1999, Blaðsíða 36

Andvari - 01.01.1999, Blaðsíða 36
34 VÉSTEINN ÓLASON ANDVARI þess og merkingu, fremur en leggja megináherslu á uppruna ein- stakra þátta. A þessum tíma var svo kölluð nýrýni í mikilli sókn í há- skólum í enskumælandi heimi og svipaðar áherslubreytingar víðar, og er ekki ólíklegt að þær hræringar hafi haft áhrif á Einar Ólaf. I kaflanum um Listaverkið er í upphafi alllöng umræða um bók- menntarýni sem í sjálfu sér varpar fróðlegu ljósi á viðhorf Einars Ólafs. Að sumu leyti mætti ætla að um sjálfsgagnrýni væri að ræða, eða a.m.k. yfirlýsingu um hve takmarkað hið fyrra verkefni hefði verið. Par segir, m.a.: Síðustu öldina hafa menn lagt mikið kapp á að sýna, í hve ríkum mæli öll listaverk eru hold af holdi og blóð af blóði höfundar síns . . . Eða menn hafa lagt kapp á að sýna fyrirmyndir og heimildir . . . Þetta er genetiska sjónar- miðið, upprunasjónarmiðið . . . Þessar uppruna-rannsóknir vísindamanna á listaverkum geta verið ágætar og eru sjálfsagðar í bókmenntasögunni. En Goethes Faust væru ekki gerð full skil, þó að gerð væri grein fyrir uppruna hans . . . Og það 6r auðskilið mál, að því minna sem um höfundinn er vitað eða því minna sem um heimildir og fyrirmyndir er vitað, því minna gildi hef- ur upprunasjónarmiðið til skilnings á sjálfu verkinu. . . . Listaverkið hefur sjálfstæða tilvist, jafnskjótt og það er orðið til, eins og barn gagnvart föður . . . Það er með öðrum orðum spurt um, hvað listaverkið er, en ekki hitt, af hvaða rótum það er runnið. Og það þarf engum orðum að því að eyða, að það hlýtur að vera fyrsta hlutverk allrar bókmenntarýni að reyna að öðlast skilning á þessum ágætum sjálfs verksins. Og ef út í það er farið: líka síðasta hlutverk hennar, því að rannsókn á heimildum, rannsókn á uppruna verksins í huga höfundarins gerir ekki þeim efnum full skil, nema gerð sé grein fyrir, hvað úr þessu verður í listaverkinu (30-31). Það kemur skýrt fram í þessum hugleiðingum Einars Ólafs að hann telur meginatriði bókmenntarýninnar vera að rýna í verkið sjálft og greina sem gleggst hvað raunverulega sé í því. Þar virðist hann gera ráð fyrir býsna föstum kjarna, og viðmið túlkunarinnar er að finna höfundarætlunina, sem svo hefur verið kölluð. Erfitt er þó að standa hann beinlínis að svo kallaðri ‘ætlunarvillu’ - þ. e. þeirri hugmynd að hægt sé að meta ætlun höfundar eftir öðru en verkinu sjálfu - enda er bæði hjá honum og fleiri bókmenntarýnendum oft erfitt að skera úr hvort verið er að leita að ætlunum höfundar utan verksins eða hvort það sem segir um höfund er einkum aðferð til að lýsa því sjálfi sem höfundur leggur inn í textann, eins konar myndhverfing: . . .sagan ber með sér, að höfundurinn hefur sýn yfir allan hinn kristna heim. Hann er svo stórhuga um efni, að það mundi sliga hverja sögu aðra, og hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.