Andvari - 01.01.1999, Blaðsíða 61
andvari
EINAR ÓLAFUR SVEINSSON
59
dýrðinni á ásýnd hlutanna. Þótt hann væri bókmenntaunnandi og
túlkandi kallaði hann sig fremur málfræðing en bókmenntafræðing.
Hann var gjörhugall um varðveislu texta og gaf í senn gaum að rót-
um listarinnar í tungunni og vaxtarskilyrðum hennar í samfélaginu.
I dálitlu kvæði, sem nefnist „Glaðbirta“, lýsir Einar Ólafur vel
þeim tilfinningum sem kalla má að hafi sett svip á hann sem fræði-
mann og knúið hann áfram: efanum og undruninni, efanum sem er
undirstaða gagnrýninnar, undruninni sem nærir gleðina yfir uppgötv-
un hins fagra eða áhrifamikla. Kvæðið hefst á þessa leið:
Efi minn er heiður himinn,
hreinn og bjartur sólskinsdagur;
ljómar jörð í ljósi sólar;
leiftrar himinn blár og fagur.
En ef grúfa yfir jörðu
úrug þokuský,
gefur efans hreini hugur
heiðan dag á ný.
Efi minn er undrun barnsins,
andi hinnar glöðu speki:
fríð er jörðin, frjótt er lífið,
fagurt er að vera til
(EÓS: Ljóð, 46).
Oll rit Einars Ólafs Sveinssonar bera merki þess að hann var listræn-
um gáfum gæddur, og þegar á æskuárum sínum birti hann ljóð. Það
kom þó mörgum á óvart, þegar hann á efri árum safnaði saman eldri
Ijóðum og birti þau ásamt öðrum nýrri og jafnvel spónnýjum árið
1968. Þar eru birtar þrjár tylftir kvæða, og eru þó sum mynduð af
sjálfstæðum einingum eins og Japanskar þríhendur. Höfundur segir í
skýringargrein á öftustu síðu bókarinnar: „Um aldur kvæðanna má
geta þess, að þau eru sum gömul, sum ung; enn önnur eru fullort eða
skerpt eða fáguð löngu eftir fyrsta upphaf þeirra.“ Hér er ekki stað-
Ufinn til að ritdæma ljóð Einars Ólafs. Þau skipa honum etv. ekki í
stórskáldaröð, en eru prýðilegur skáldskapur, falleg og smekkleg, en
°pna líka stundum nýja sýn; oft eru þau nátengd fornum kveðskap
°g alþýðlegum eins og Haustvísur til Máríu, sem þekktar eru við
sönglag Atla Heimis Sveinssonar. Dauðinn er býsna oft nálægur í
kvæðum Einars Ólafs og hefur fremur klassískan blæ en rómantískan