Andvari - 01.01.1999, Blaðsíða 30
28
VÉSTEINN ÓLASON
ANDVARI
islega játa, að ég er trúaður á, að uppruni og ferill margra ævintýra verði um
aldur og ævi óráðin gáta. (Um íslenzkar þjóðsögur, 36-37).
Rétt er að gefa því gaum að Einar Ólafur lætur ekki í ljós neina
gagnrýni á meginmarkmið hinna finnsku og finnskættuðu rannsókna,
að reyna að finna uppruna og feril ævintýra og ævintýraminna í tíma
og rúmi, en hann er vantrúaður á að hægt sé að ná þessum mark-
miðum, og athugasemdin um að sögur hafi getað þróast til fullkomn-
ara forms en þær höfðu í öndverðu sýnir trú hans á sköpunarmátt
þeirra sem varðveittu og fluttu þjóðfræðaefni; það er viðhorf sem
hlýtur að beina athyglinni að nokkru frá þeirri leit að frummynd,
sem var megineinkenni finnska skólans, að varðveittum sagna- eða
ævintýragerðum og hlutverki þeirra í lífi karla og kvenna sem þær
sögðu. Jafnframt er rétt að gefa gaum vantrú hans á að sögur hafi í
upphafi verið rökrétt og samfelld heild (sem var t.d. ævinlega álit
Finns Jónssonar og fleiri samtímamanna hans). Könnun á lifandi lífi
þjóðfræða, sem stöðugt felur í sér möguleika til endursköpunar, er
einmitt stefna sem þjóðsagnafræðin var að taka á þeim tíma sem Um
íslenzkar þjóðsögur varð til. Pótt svo sé er það vitaskuld augljóst að
áhugi Einars á þjóðfræðum beinist að sögu og sögulegu samhengi og
einkennist af raunhyggju; þjóðsagnafræðin er honum þáttur menn-
ingarsögu, og hann hyggur að hinu einstaka og uppruna þess engu
síður en hinu almenna; setur raunar sjaldan fram alhæfingu án þess
að geta fyrirvara eða undantekninga." Hann gefur í raun sjaldan
mikinn gaum að því hvernig þýðing sagna og hlutverk breytist frá
einni öld til annarrar,12 en kannar rækilega feril efnisins milli ólíkra
sviða menningarinnar og frá einu verki til annars: hlut ævintýra í
myndun skrifaðra sagna og hlut skrifaðra sagna í varðveislu og miðl-
un efnis til þeirra sem sögðu sögur og ævintýri. Þessa víxlverkun ger-
ir hann að umtalsefni þegar í upphafi inngangs síns að Verzeichnis is-
landischer Mdrchenvarianten, og hún kemur líka skýrt fram í meist-
araprófsritgerðinni um jötna í íslenskum bókmenntum fyrr og síðar
(1928). Ferðalag efnis fram og aftur milli skráðra bókmennta og
munnlegrar geymdar er raunar rannsóknarefni í fjölmörgum verkum
Einars Ölafs, allt fram til þess er hann ritaði inngangsritgerð Viktors
sögu ok Blávus, sem birtist 1964. Sú ritgerð er að vissu leyti framhald
af inngangsritgerð Verzeichnis, og sama má segja um ritgerðirnar um
Grógaldur og Fjölsvinnsmál og um Herra Valven í Löng er för 1975.