Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1999, Blaðsíða 40

Andvari - 01.01.1999, Blaðsíða 40
38 VÉSTEINN ÓLASON ANDVARI frágang textans (cxli-clviii). Augljóst er að hann hefur látið eigin smekk og skilning á sögunni ráða vali leshátta, þegar fleiri kostir gáf- ust en einn sem gátu átt rætur að rekja til frumrits. Niðurstaðan er auðvitað hvorki texti eins aðalhandrits né frumrits, en vilji menn nota handritasamanburðinn til að feta sig nær frumtexta en hægt er að komast með því að lesa texta eins handrits, er varla kostur á betri leiðsögumanni en þeim sem bæði hefur rannsakað skinnhandrit sög- unnar gaumgæfilega og söguna sjálfa meira en aðrir menn. Þetta breytir engu um það að við þurfum að eignast útgáfu eða útgáfur af Njálu sem fullnægi ströngum textafræðilegum kröfum. Allar útgáfur Einars Ólafs fyrir Fornritafélagið skara fram úr öðr- um að því leyti hve mjög er þar hugað að listrænum einkennum sagnanna og hnitmiðuð grein fyrir þeim gerð. Þetta kemur best fram í formála Laxdælu auk formála Brennu-Njáls sögu. Aðferðin er svip- uð og í Á Njálsbúð, nema hvað í formálunum gefur hann meiri gaum málfari og stíl sagnanna. Dæmi eru þó valin á fremur tilviljunar- kenndan hátt, þannig að ekki er um kerfisbundna greiningu að ræða, en þessar lýsingar eru auðugar og litskrúðugar og um leið mjög per- sónulegar. Formálar Einars Ólafs eru í senn vermdir af ást höfundar á efninu og hæfileika hans til að lýsa einkennum þess frá ýmsum hliðum. Skáldasögurnar í VIII. bindi, Hallfreðar saga og Kormáks saga, hafa sérstöðu meðal þeirra sagna sem Einar Ólafur gaf út vegna þess hve þar er mikið af vísum (reyndar mætti segja hið sama um Eyr- byggja sögu). Skáldlegt innsæi hans nýtur sín vel í greiningu hans á dróttkvæðum vísum, ekki síst vísum Kormáks. Hann hefur velt fyrir sér formi dróttkvæðanna og skáldmáli þeirra, einkum kenningunum, eins og skýrt kom fram í ritgerð sem hann birti síðar.23 Einar Ólafur telur að mikið af vísum sem eignaðar eru Kormáki séu í raun og veru eins gamlar og sagan segir. Þetta rökræddi hann síðan nánar í grein sem birtist bæði á íslensku og ensku, og er þar beint og óbeint að rökræða hugmyndir Bjarna Einarssonar sem hann setti fram í bók sinni um skáldasögur 1961, en Bjarni telur að höfundur sögunnar hafi ort vísurnar og verið undir áhrifum frá erlendum ástaljóðum.24 Einar var nokkuð ófyrirlátsamur í þeirri umræðu og tregur til að breyta í nokkru eldri skoðunum.23 í rannsóknum dróttkvæða fylgir hann all- fast þeirri sterku íslensku hefð sem mótuð var af fræðimönnum eins og Sveinbirni Egilssyni, Konráði Gíslasyni og Finni Jónssyni. Þó er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.