Andvari - 01.01.1999, Síða 40
38
VÉSTEINN ÓLASON
ANDVARI
frágang textans (cxli-clviii). Augljóst er að hann hefur látið eigin
smekk og skilning á sögunni ráða vali leshátta, þegar fleiri kostir gáf-
ust en einn sem gátu átt rætur að rekja til frumrits. Niðurstaðan er
auðvitað hvorki texti eins aðalhandrits né frumrits, en vilji menn
nota handritasamanburðinn til að feta sig nær frumtexta en hægt er
að komast með því að lesa texta eins handrits, er varla kostur á betri
leiðsögumanni en þeim sem bæði hefur rannsakað skinnhandrit sög-
unnar gaumgæfilega og söguna sjálfa meira en aðrir menn. Þetta
breytir engu um það að við þurfum að eignast útgáfu eða útgáfur af
Njálu sem fullnægi ströngum textafræðilegum kröfum.
Allar útgáfur Einars Ólafs fyrir Fornritafélagið skara fram úr öðr-
um að því leyti hve mjög er þar hugað að listrænum einkennum
sagnanna og hnitmiðuð grein fyrir þeim gerð. Þetta kemur best fram
í formála Laxdælu auk formála Brennu-Njáls sögu. Aðferðin er svip-
uð og í Á Njálsbúð, nema hvað í formálunum gefur hann meiri gaum
málfari og stíl sagnanna. Dæmi eru þó valin á fremur tilviljunar-
kenndan hátt, þannig að ekki er um kerfisbundna greiningu að ræða,
en þessar lýsingar eru auðugar og litskrúðugar og um leið mjög per-
sónulegar. Formálar Einars Ólafs eru í senn vermdir af ást höfundar
á efninu og hæfileika hans til að lýsa einkennum þess frá ýmsum
hliðum.
Skáldasögurnar í VIII. bindi, Hallfreðar saga og Kormáks saga,
hafa sérstöðu meðal þeirra sagna sem Einar Ólafur gaf út vegna þess
hve þar er mikið af vísum (reyndar mætti segja hið sama um Eyr-
byggja sögu). Skáldlegt innsæi hans nýtur sín vel í greiningu hans á
dróttkvæðum vísum, ekki síst vísum Kormáks. Hann hefur velt fyrir
sér formi dróttkvæðanna og skáldmáli þeirra, einkum kenningunum,
eins og skýrt kom fram í ritgerð sem hann birti síðar.23 Einar Ólafur
telur að mikið af vísum sem eignaðar eru Kormáki séu í raun og veru
eins gamlar og sagan segir. Þetta rökræddi hann síðan nánar í grein
sem birtist bæði á íslensku og ensku, og er þar beint og óbeint að
rökræða hugmyndir Bjarna Einarssonar sem hann setti fram í bók
sinni um skáldasögur 1961, en Bjarni telur að höfundur sögunnar hafi
ort vísurnar og verið undir áhrifum frá erlendum ástaljóðum.24 Einar
var nokkuð ófyrirlátsamur í þeirri umræðu og tregur til að breyta í
nokkru eldri skoðunum.23 í rannsóknum dróttkvæða fylgir hann all-
fast þeirri sterku íslensku hefð sem mótuð var af fræðimönnum eins
og Sveinbirni Egilssyni, Konráði Gíslasyni og Finni Jónssyni. Þó er