Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1999, Page 79

Andvari - 01.01.1999, Page 79
ANDVARI ENDURFUNDIR VIÐ APRÍL-LAUF 77 hinum sögulegu kvæðum, og saknaðartónn ríkjandi eins og hæfir í elegíu- kveðskap. Hér er eins og að skáldinu sæki og það sé að reyna að sættast við sárar minningar sem óma á „hálfgleymdum streng“, „árið fyrir tíu árum“, eitthvað sem „grær ekki aftur um heilt“ og þar sem „snjófeldur leggst hægt yfir minningu þína“, þannig að hún verður að „sárri hamingju minningar þinnar“, og einkum í síðustu og áhrifamestu elegíunni, sem ort er í trjá- lundi á Akureyri, ríkir jafnvel rómantísk eining eða að minnsta kosti sym- bolísk samsvörun, þar sem „dimmur skuggi innfjarðarins“ verður sálar- spegill og einmananum hlotnast dýrð. En hér er þó ekki allt sem sýnist og ýmsir undirtónar og yfirtónar gefnir í skyn sem vísa út fyrir hið áþreifan- lega, að ógleymdum þeim útlínum sem bókin heitir eftir og þruma „bakvið minnið“. En þó svo að hér megi greina tilhneigingu til einhverskonar fortíðar- hyggju og rómantískrar náttúrukenndar, þá er ljóðlistin Sigfúsi meira en leið til að skyggnast inn í hið liðna sem slíkt eða að eltast við einstakar náttúrustemmningar, því hér verður sem endranær ofan á hið tilvistarlega sjónarmið að hún sé þáttur í leit að „aðferð til að lifa“ eða beinlínis hinum „stóra galdri“ að lifa og deyja. En sá galdur beinist að því að „treysta líf- inu“ og „vera hollur hamingju sinni“. En þegar hér er komið sögu snýst ekki allt um öflun nýrrar reynslu eins og í fyrstu bókunum, þegar margvíslegt útsýni opnaðist hendi þinni ung fullsæla tindraði af óþekktum sjónbaug heldur er nú litið um öxl til fyrra lífs skáldsins og horfst í augu við það í samræmi við orð Kierkegaards að lífinu sé lifað framávið en það sé skilið afturábak. Þetta kemur fram í heiti næstu bókar, Provence í endursýn, þar sem skáldið leitar á „fornar slóðir“, en þó ekki, eins og öðrum skáldum er gjarnt, á slóðir bernskunnar í einhverskonar þrá eftir afturhvarfi til upp- runans. í stað slíkra bernskustöðva kemur hjá Sigfúsi svið námsára hans í Suður-Frakklandi, hinar sólríku strendur við Miðjarðarhafið, heimkynni trúbadúra og landslagsmálara, þar sem skáldið hafði dvalið á námsárum sínum fjórum áratugum áður og sækir nú heim að nýju. En mikið vatn hef- ur til sjávar runnið á þessum tíma, og hér sannast hið fornkveðna að ekki verður stigið í sama fljótið tvisvar sinnum. Því ekki einasta hefur borgin Aix breyst, eins og skáldið tíundar með kíminni angurværð, og jafnvel ókennileg nöfn komin á dyrabjöllur í fyrri vistarverum og stórvirkar og há- værar vinnuvélar að störfum á stöðum þar sem fyrr mátti leita skjóls og næðis, og svo mætti lengi telja, heldur hefur og aðkomumaður sjálfur breyst svo um munar á þeim tíma sem liðinn er, og það svo mjög að hann verður að kalla sinn fyrri mann því nýja og annarlega nafni Kort Kortsson
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.