Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1999, Blaðsíða 38

Andvari - 01.01.1999, Blaðsíða 38
36 VÉSTEINN ÓLASON ANDVARI menntarýnin er umfram allt sálfræðileg, leitar að merkingarkjarnan- um í innra lífi persóna, jafnvel þótt nær eingöngu sé sagt frá athöfn- um fólks og orðum, og lítur á þennan merkingarkjarna sem brot eða endurgeislun af innra lífi höfundarins. Þetta innra líf er auðvitað aft- ur á sinn hátt mótað af aðstæðum og menningu tímans. Þessi aðferð getur skilað miklu og hefur gert, en þó er hætt við að slíkri rannsókn sjáist yfir mikilvægi hinna sameiginlegu hugsunarferla, ‘goðsagn- anna’, sem móta lífssýn manneskjunnar og túlkun hennar á veruleik- anum með ýmsum hætti á hverjum tíma og erfitt er að greina frá þeim gamalgrónu viðhorfum sem fylgdu efninu í munnlegri geymd. Þegar horft er um öxl yfir meira en hálfrar aldar skeið þar sem far- ið hefur fram mikil rökræða og íhugun um eðli mannlegs máls og skynjunar, virðist mér augljóst að viðhorf Einars Ólafs geri hvort tveggja í senn að skerpa sýn hans og takmarka sjónarhornið. Á Njálsbúð er afar auðugt verk og bregður svo margvíslegri birtu yfir söguna að því verður ekki lýst í fáum orðum. Þrátt fyrir það að bók- in sé fremur stutt, og þó ekki alltaf stuttorð um efni sitt, hafa allir þeir sem síðan hafa skrifað um Njálu viljandi eða gegn vilja sínum orðið að taka mikið tillit til rita Einars Ólafs um söguna og lært óhemju mikið af þeim. Einar Ólafur virðist hafa lesið allt með næmri eftirtekt og skilið með djúpri íhygli, þar sem tilfinningar og vitsmunir leikast á eins og í mynd hans af höfundi Njálu, en varla fer milli mála að Njála hefur verið ‘hans mikla ást’ í heimi bókanna. Niðurstöður sínar af rann- sóknum á sögunni um nær þriggja áratuga skeið dregur hann saman í formála útgáfunnar í íslenzkum fornritum. Sá formáli er að vísu langur en þó hnitmiðaður, og fræðimaðurinn sjálfur er þar hlédræg- ari en í fyrri verkum. Þar má glöggt sjá ýmsar áherslubreytingar, sem sjálfsagt stafa m.a. af því að nú var ekki lengur á brattan að sækja að vinna skoðunum bókfestunnar fylgi. Þær höfðu reynst sigursælar. Hér er t.d. rækileg grein gerð fyrir því hvers konar munnlegum heimildum megi gera ráð fyrir, og er það ólítið. Því fer þó fjarri að dregið hafi úr hlut höfundarins í sköpun sögunnar. í meginatriðum eru þar sömu viðhorf og í fyrri ritum. Með útgáfu Brennu-Njáls sögu kórónaði Einar Ólafur Sveinsson hið mikla framlag sitt til íslenzkra fornrita. Það hófst raunar þegar með fyrsta ritinu sem þar kom út, sem var Egils saga gefin út af Sig- urði Nordal. Sigurður getur um aðstoð hans og þakkar í lok formála
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.