Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1999, Blaðsíða 35

Andvari - 01.01.1999, Blaðsíða 35
andvari EINAR ÓLAFUR SVEINSSON 33 og ganga ekki að því sem vísu að ein tegund af heimildum hefði ver- ið notuð fremur en aðrar. Þessari aðferð er fyrst skipulega lýst í riti Einars Ólafs Um Njálu og jafnframt fylgt þar eftir af meiri þunga og með meiri fjölda dæma en nokkru sinni áður hafði komið framr' Niðurstöður eru m.a. þær að augljóst sé að höfundur Njáls sögu hafi stundum stuðst beint við glataðar ritheimildir, svo sem eins og *Kristni þátt, *Brjáns sögu og *Ættartölur (með einhverjum fróðleik um einstaklinga). Þar að auki gerir Einar Ólafur ráð fyrir að höf- undur Njálu hafi stuðst við og verið undir beinum og óbeinum áhrif- um frá öðrum tegundum bókmennta, svo sem riddarasögum og helgisögum, en þó umfram allt frá íslendingasögum sem hann hafi þekkt, allmörgum sem varðveist hafa og öðrum sem séu glataðar. Þetta viðfangsefni var Einari Ólafi áfram hugleikið, og hann endur- skoðar hugmyndir sínar um heimildir Njálu í formála útgáfunnar 1954, og aðferðafræðina ræðir hann og fágar í riti sem upphaflega kom út á ensku 1958, Dating the Icelandic Sagas. An essay in method, en síðar í aukinni íslenskri gerð 1965 sem nefnist Ritunartími íslend- ingasagna. Rök og rannsóknaraðferð. Þótt mikið kapp sé í höfundi ritsins Um Njálu að leiða fræðileg og traust rök að niðurstöðum sínum og bæta þannig um verk fyrri manna, leynir sér ekki þegar verkið er nú lesið úr allmikilli fjarlægð að nokkur einsýni háir honum eða oftrú á aðferð sína, þótt oft séu varnaglar slegnir. Þannig er einatt óvíst að tilvist þeirra glötuðu bóksagna, sem höfundur gerir ráð fyrir, sé sennilegri en tilvist munn- legra sagna um sömu efni og önnur. Þar sem rakin eru áhrif frá varð- veittum sögum reynist efnið oftast mjög afsleppt, enda hefur Einar dregið allmikið í land í formálanum rösklega tuttugu árum síðar, en hefur þá að sama skapi fjölgað hinum glötuðu sögum.-- Þrátt fyrir það sem finna má að bókinni Um Njálu, einkum það að höfundur fari offari í röksemdafærslu sinni fyrir rittengslum, er ritið fullt af mjög skarplegum og ágætum athugasemdum um söguna og helstu listræn sérkenni hennar. Þau gerði hann síðar að sérstöku við- langsefni í riti sínu Á Njálsbúð. Bók um mikið listaverk (1943). í upphafskafla, sem nefnist Ræturnar, er tekið saman efni af því tagi sem einkum er glímt við í Um Njálu, en eftir það tekur við bók- uienntagreining í köflum um listaverkið, mannlýsingar, sérstökum köflum um Hallgerði, Skarphéðin og Njál, og loks í kafla sem nefnist Lífsskoðanir. Hér má glöggt sjá áherslu á að kanna verkið sjálft, gerð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.