Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1999, Blaðsíða 94

Andvari - 01.01.1999, Blaðsíða 94
92 GUÐMUNDUR HÁLFDANARSON ANDVARI og þær birtast í ræðum hans og ritgerðum. í fyrsta lagi var hann einlægur fylgismaður frjálsrar samkeppni og einstaklingsfrelsis, sem hann varði af þrótti gegn ásókn stjórnlyndis eftir lok fyrri heimsstyrjaldar. Málsvörn Jóns fyrir frjálsri samkeppni þykir sjálfsagt ekkert sérstaklega frumleg nú á tím- um þegar viðskiptahöft, samvinnustefna og ríkisrekstur eiga sér formæl- endur fáa í stjórnmálum eða efnahagslífi, en staðan var allt önnur á þriðja áratugnum. Þá herjuðu jafnaðar- og samvinnumenn linnulaust á „braskara“ og „Grimsby-lýð“ sem, að þeirra sögn, mökuðu krókinn á kostnað alþýð- unnar. Pví er andóf Jóns við „hjáróma rödd sósíalistans, sem bergmálar er- lent hatursóp undirokaðs náma- og verksmiðjulýðs, er aldrei var til í þessu landi“, eins og hann lýsti eitt sinn skoðunum Jónasar frá Hriflu,43 eitt af grundvallarstefum í pólitískum málflutningi Jóns Þorlákssonar. Jón byggir hugmyndir sínar um hinn frjálsa markað, eða það sem hann nefndi „heilbrigða efnahagsstarfsemi“, á því grundvallarlögmáli að enginn geti bætt sinn eigin hag öðru vísi en með því að fullnægja þörfum annarra - þ. e. a. s. einungis með því að framleiða eitthvað sem maður þarfnast ekki sjálfur, en aðrir sækjast eftir að eignast, geta menn orðið ríkir. Hann segir þó lögmálið gilda því aðeins að bæði framleiðsla og viðskipti séu sem frjáls- ust, enda draga allar hindranir í efnahagslífinu úr myndun og dreifingu nyt- samra gæða. Jón mótmælti líka harðlega fullyrðingum andstæðinganna um að frjáls samkeppni líktist helst skipulagslausum áflogum, „þar sem hver keppendanna reynir að rífa annan niður, bregða fyrir hann fætinum leynt eða ljóst.“ Alveg eins og í íþróttakappleikjum verða leikmenn í keppni efnahagslífsins að lúta leikreglum, þ. e. lögum samfélagsins, og eins og í annarri keppni felst hagur neytenda á frjálsum markaði í sigurvilja kepp- endanna. Velgengni kaupmanna á frjálsum markaði byggist á því að „selja sem besta vöru fyrir sem lægst verð,“ en til þess að ná því marki verða þeir „að afla sér sem bestrar þekkingar á atvinnugrein sinni . . . gjöra sem best innkaup, fá sem ódýrastan flutning og hafa tilkostnað við rekstur verslunar sinnar á alla lund sem minnstan.“ Það sem rekur kaupmanninn áfram í þessu starfi er áhuginn á að efla sinn eigin hag, eiginhagsmunahvötin eins og Jón nefnir eigingirnina, og það er hún en ekki umhyggjan fyrir öðrum sem kemur samfélaginu á hreyfingu. En í ríki hins frjálsa markaðar um- breytist eigingirni einstaklingsins sjálfkrafa í almannahag, vegna þess að þar verður sá ofaná í samkeppninni sem fullnægir best þörfum viðskipta- vinanna og bætir með því hvort tveggja í senn, sinn eigin hag og hag við- skiptavinanna. Jón hafði heldur ekki sömu áhyggjur og Jónas frá Hriflu af því að frjáls samkeppni leiddi til örbirgðar launþega, af því „að hinn blóm- legi atvinnuvegur greiðir alltaf hlutfallslega hátt kaup“. Þetta gerist, fullyrti hann, bæði vegna þess að vel rekin fyrirtæki hafa bolmagn til að launa verkafólki sínu ríkulega, og vegna þess að eigendur þeirra skilja að góð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.