Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1999, Blaðsíða 131

Andvari - 01.01.1999, Blaðsíða 131
andvari BÓKMENNTASAGA, ÞÝÐINGAR OG SJÁLFSÞÝÐINGAR 129 fjalla skal um þennan höfund? Hver er hin „rétta afurð“ höfundar? Danski frumtextinn? Islensk þýðing annars höfundar? Sjálfsþýðing Gunnars? Eða kannski allir textanrnir? Eða skiptir þetta yfirhöfuð einhverju máli? Ég tel reyndar að tilvist allra þessara texta skipti máli þegar kemur að því að meta framlag Gunnars Gunnarssonar til íslenskra bókmennta. Og jafn- framt tel ég að Gunnar hafi talið þetta skipta máli. Sú staðreynd að hann skyldi endursemja (eða endurþýða) þau skáldverk sín sem þegar höfðu verið þýdd af öðrum bendir til þess að hann hafi ekki talið þær þýðingar sína eigin „afurð“, að hann hafi viljað skila verkunum sjálfur á móðurmál- inu og um leið „eignast“ eða „endurheimta“ þau. Jafnframt tel ég að þessi .,afbrigðileiki“ höfundarferils Gunnars hafi orðið til þess að verk hans hafa þokað fyrir „hreinræktaðri“ bókmenntum í umræðunni, auk þess að vera uppspretta ýmiss konar „goðsagna“ sem uppi eru um verk hans - goðsagna sem standast engan veginn þegar nánar er að gáð. Að þessu mun ég víkja síðar í greininni. En fyrst nokkur orð um listina að skrifa bókmenntasögu. II Hægt er að líkja bókmenntasöguskrifum við kortagerð. Sá sem skrifar bók- menntasöguna er þá í hlutverki þess sem vinnur að landslagslýsingu og venjulega er viðfangsefni hans afmarkað svæði eða tiltekið land, skrifuð er bókmenntasaga tiltekinnar þjóðar. Ef líkingunni við kortagerðarmanninn er fylgt eftir má segja að hlutverk hans sé að draga upp útlínur landslags- ins, merkja inn á kortið eftirtektarverða staði og frávik í landslaginu, svo °g aðgreina hálendið frá láglendinu. Hvernig til tekst við kortagerðina er síðan annarra að meta og vera kann að margir vilji lítt kannast við þá landslagslýsingu sem dregin hefur verið upp; finnist kortagerðarmanninum hafa sést yfir fjall og fjall eða jafnvel þeytt smáþúfum upp í ímyndaðar stærðir. Þrenns konar grundvallaratriði hlýtur þó sá sem skrifar bókmenntasögu þjóðar af einhverri alvöru að þurfa að hafa í huga við iðju sína. í fyrsta lagi verður hann að kunna góð skil á almennri sögu og menningu þjóðarinnar, a því umhverfi sem bókmenntirnar spretta úr og bregðast við. I öðru lagi verður hann að hafa yfirsýn yfir bókmenntahefð og bókmenntaleg sérkenni Þjóðarinnar, því mikið af viðfangsefnum þjóðarbókmennta tengist einmitt hefð og sérkennum. Og í þriðja lagi verður bókmenntasöguritarinn að gera sér grein fyrir tengslum og venslum á milli einstakra verka (og höfunda) því bókmenntirnar eiga sér einnig sjálfstætt líf, þ. e. textar vaxa af öðrum textum. Fjórða atriðinu mætti síðan gjarnan bæta við en það snýr að því hvernig bókmenntir tiltekinnar þjóðar mæta bókmenntum annarra þjóða,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.