Andvari - 01.01.1999, Blaðsíða 49
ANDVARI
EINAR ÓLAFUR SVEINSSON
47
mikill hluti af handriti II. bindis, þar sem fjallað er um dróttkvæði, er
til og hefur verið nær fullbúinn þegar önnur störf kölluðu Einar Ólaf
frá þessu verki sem hann hefur svo ekki haft starfsþrek til að hrinda
úr vör á nýjan leik þegar hann lét af störfum sem forstöðumaður
Handritastofnunar íslands rösklega sjötugur.
Þótt íslenzkar bókmenntir í fornöld hafi vitaskuld verið afrakstur
af kennslu Einars við Háskóla íslands um nærri tveggja áratuga
skeið, virðist hann hafa gengið frá verkinu á furðuskömmum tíma.
f*að ber þess líka ýmis merki, einkum á þann hátt að textinn er
stundum óþarflega langorður og ekki alltaf svo skýr sem æskilegt
væri en vísanir til heimilda í rýrasta lagi. Samt er bókin afreksverk og
birtir marga af kostum Einars sem fræðimanns og bókmenntarýnis.
Hér er umfram allt um verk að ræða sem dregur saman niðurstöður
rannsóknasögu, setur í menningarsögulegt samhengi og lýsir þeim
verkum sem um er fjallað. Pað er einmitt í lýsingu og greiningu verk-
anna og fagurfræðilegu mati sem bókmenntasaga Einars ber langt af
fyrri yfirlitsritum sem nálgast að vera sambærileg að umfangi. Það
má kalla happ að honum skyldi þó vinnast tími til að fjalla svo ræki-
lega um eddukvæði sem hann gerir hér, af því að hann hafði lítið birt
uni þau áður. Ljóst er að þau höfðu lengi verið honum hugleikin,
sjálfsagt allt frá því hann las þau fyrst ellefu til tólf ára gamall, eins
°g hann hefur sjálfur greint frá (sjá hér bls. 54). Ást hans á þessum
kveðskap, skilningur hans og þekking höfðu líka komið fram í út-
varpsdagskrám sem síðar verður getið.
Aldursgreining er eitt af þeim viðfangsefnum sem rannsakendur
eddukvæða hafa lengi glímt við, og er ágreiningur þó enn djúpstæð-
Ur- Þótt því fari fjarri að Einar Ólafur reyni að tímasetja eddukvæði
ejns nákvæmlega og fyrirrennari hans við bókmenntasöguritun, Finn-
Ur Jónsson, er honum hugað um að greina sundur mismunandi ald-
urslög þessarar kvæðahefðar, greina fornleg kvæði frá unglegum og
helst að leita vísbendinga um á hvaða öld hvert kvæði muni til orðið.
Þegar ágreiningur er um hvort kvæði séu heldur ung eða gömul, sem
allmörg dæmi eru um, hallast Einar einatt á þá sveifina að þau séu
gömul, a.m.k. að stofni til; má þar nefna kvæði eins og Þrymskviðu og
Rígsþulu. Ýmsir fræðimenn hafa viljað telja þessi kvæði mjög ung,
frá 13. öld, en Einar Ólafur er þó engan veginn einn um sín viðhorf.
Franski trúarbragðafræðingurinn George Dumézil telur Rígsþulu
runna af ævafornum rótum. Bjarne Fidjestpl tók, með fyrirvara, und-