Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1999, Síða 138

Andvari - 01.01.1999, Síða 138
136 SOFFÍA AUÐUR BIRGISDÓTTIR ANDVARI endurútgáfu Máls og menningar á þýðingu Halldórs í júní síðastliðnum. Mikill munur hefur þótt vera á þessum þýðingum og hefur stíl iðulega borið á góma í því sambandi. Enginn hefur hins vegar kannað til hlítar í hverju þessi munur felst.16 Þröstur gerir síðan stílfræðilegan samanburð á þessum þremur textum og gefa niðurstöður hans síður en svo tilefni til slíkra sleggjudóma sem Illugi hefur uppi í pistli sínum, þótt Þröstur sé vissulega þeirrar skoðunar að þýð- ing Halldórs Laxness sé betri en sjálfsþýðing Gunnars. f BA ritgerð sinni (sem greinin í Andvara er unnin upp úr) bendir Þröstur á að grundvallar- munur sé á viðhorfum Gunnars og Halldórs til íslenskunnar og komi það fram í þýðingum þeirra. Viðhorf Gunnars til tungunnar var rómantískt, hann horfir til fortíðar og heldur sig á braut hefðarinnar, á meðan Halldór Laxness er óhræddari við að ryðja tungunni nýjar brautir.17 Sú fullyrðing Illuga Jökulssonar að Gunnar hafi „í elli sinni [skrifað] svo kaldhamraða og stirða og ofstuðlaða íslensku /. . ./ að bækur hans mega heita ólæsilegar“, er furðulega fordómafull og öfgakennd, eins og þeir vita best sem lesið hafa sjálfsþýðingar Gunnars og stílrannsókn Þrastar Helgasonar gefur vísbend- ingu um.ls Nefna má að hinn kaldhamraði og stuðlaði stíll Gunnars nýtur sín meðal annars mjög vel í Svartfugli, þar sem fjallað er um kaldan og miskunnarlausan mannheim. Illugi ályktar að það hafi kannski ekki síst verið „misskilið stolt“ Gunn- ars Gunnarssonar sem hafi legið að baki þeirrar ákvörðunar hans að þýða verk sín upp á nýtt á íslensku eftir að hann flutti heim aftur. Ég tel að enn sé Illugi hér á villigötum og mun ég koma með aðra skýringartilgátu hér á eftir. V Mér þykir afar áhugavert að hugleiða hvers vegna Gunnar Gunnarsson réðst í þetta risavaxna verkefni eftir að hann flutti alkominn aftur heim til Islands, að skrifa bækur sínar upp á nýtt á íslensku. Gunnar leit á þetta verkefni sitt sem nýja frumsköpun en ekki þýðingu. Þannig segir hann í stuttu viðtali við Tímann þegar Fjallkirkjan var að koma út í hans eigin gerð á íslensku, að „þetta séu ágætis þýðingar“ og er hann þá að vísa til þýðinga Laxness og fleiri, „en það eru þýðingar, ekki frumsamin verk“, heldur hann áfram. Hann segir jafnframt: Eg ætla mér að endurskrifa á íslenzku öll þau skáldverk, sem ég frumsamdi á dönsku á sínum tíma, ef mér vinnst tími til. Á þeim árum hafði ég ekki ráð á að skrifa á móð- urmálinu, en sumar bækur mínar skrifaði ég þó jafnharðan á íslenzku.“19
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.