Andvari - 01.01.1999, Page 138
136
SOFFÍA AUÐUR BIRGISDÓTTIR
ANDVARI
endurútgáfu Máls og menningar á þýðingu Halldórs í júní síðastliðnum. Mikill munur
hefur þótt vera á þessum þýðingum og hefur stíl iðulega borið á góma í því sambandi.
Enginn hefur hins vegar kannað til hlítar í hverju þessi munur felst.16
Þröstur gerir síðan stílfræðilegan samanburð á þessum þremur textum og
gefa niðurstöður hans síður en svo tilefni til slíkra sleggjudóma sem Illugi
hefur uppi í pistli sínum, þótt Þröstur sé vissulega þeirrar skoðunar að þýð-
ing Halldórs Laxness sé betri en sjálfsþýðing Gunnars. f BA ritgerð sinni
(sem greinin í Andvara er unnin upp úr) bendir Þröstur á að grundvallar-
munur sé á viðhorfum Gunnars og Halldórs til íslenskunnar og komi það
fram í þýðingum þeirra. Viðhorf Gunnars til tungunnar var rómantískt,
hann horfir til fortíðar og heldur sig á braut hefðarinnar, á meðan Halldór
Laxness er óhræddari við að ryðja tungunni nýjar brautir.17 Sú fullyrðing
Illuga Jökulssonar að Gunnar hafi „í elli sinni [skrifað] svo kaldhamraða og
stirða og ofstuðlaða íslensku /. . ./ að bækur hans mega heita ólæsilegar“, er
furðulega fordómafull og öfgakennd, eins og þeir vita best sem lesið hafa
sjálfsþýðingar Gunnars og stílrannsókn Þrastar Helgasonar gefur vísbend-
ingu um.ls Nefna má að hinn kaldhamraði og stuðlaði stíll Gunnars nýtur
sín meðal annars mjög vel í Svartfugli, þar sem fjallað er um kaldan og
miskunnarlausan mannheim.
Illugi ályktar að það hafi kannski ekki síst verið „misskilið stolt“ Gunn-
ars Gunnarssonar sem hafi legið að baki þeirrar ákvörðunar hans að þýða
verk sín upp á nýtt á íslensku eftir að hann flutti heim aftur. Ég tel að enn
sé Illugi hér á villigötum og mun ég koma með aðra skýringartilgátu hér á
eftir.
V
Mér þykir afar áhugavert að hugleiða hvers vegna Gunnar Gunnarsson
réðst í þetta risavaxna verkefni eftir að hann flutti alkominn aftur heim til
Islands, að skrifa bækur sínar upp á nýtt á íslensku. Gunnar leit á þetta
verkefni sitt sem nýja frumsköpun en ekki þýðingu. Þannig segir hann í
stuttu viðtali við Tímann þegar Fjallkirkjan var að koma út í hans eigin
gerð á íslensku, að „þetta séu ágætis þýðingar“ og er hann þá að vísa til
þýðinga Laxness og fleiri, „en það eru þýðingar, ekki frumsamin verk“,
heldur hann áfram. Hann segir jafnframt:
Eg ætla mér að endurskrifa á íslenzku öll þau skáldverk, sem ég frumsamdi á dönsku
á sínum tíma, ef mér vinnst tími til. Á þeim árum hafði ég ekki ráð á að skrifa á móð-
urmálinu, en sumar bækur mínar skrifaði ég þó jafnharðan á íslenzku.“19