Andvari - 01.01.1999, Blaðsíða 140
138
SOFFÍA AUÐUR BIRGISDÓTTIR
ANDVARI
Gunnar Gunnarsson gerði sér vel grein fyrir þessari tvíbentu afstöðu landa
sinna til afreka hans á erlendri grundu. I viðtali við Matthías Johannessen
segir hann meðal annars:
Pað hafði alltaf verið hugmyndin að flytjast heim, en lengi vel virtist fyrir það girt. Ég
átti ekki upp á pallborðið hér heima. Þorsteinn Gíslason gafst upp á að gefa út bækur
mínar. Jónas Jónsson hefur látið þess getið að íslendingar hafi aldrei kært sig um
Gunnar Gunnarsson og ætti að vera dómbær um þá hluti. Margt bar til - sem óþarft
er að rekja.22
Hugmyndin um útlagarithöfunda sem föðurlandssvikara er alþekkt. En sú
hugmynd hefur skuggahlið (eða spegilmynd) sem er minna þekkt og snýr
að sjálfsmynd höfundanna sjálfra. í rannsóknum á útlagarithöfundum hef-
ur komið fram að margir þeirra upplifa sig sjálfir sem svikara eða landráða-
menn. Og þeirri tilfinningu fylgir sú áleitna hugsun að verk þeirra séu
óskilgetin. Kjarni vandans felst í hugmyndinni (eða ímyndinni) um móður-
málið og /öðwz-landið. Rithöfundurinn hefur svikið hina táknrænu foreldra
sína og er fullur sektarkenndar. Lori Chamberlain ræðir þessa kreppu út-
lagahöfunda í grein sinni um kyn og myndmál í orðræðunni um þýðingar.
Líkt og sjá má kyndugt kynjamyndmál í orðræðu um listina að skrifa, þar
sem rituninni er líkt við getnað þar sem hinn karlkyns höfundur frjógvar
hið auða og kvengerða blað með sæði sínu, blekinu, má mjög oft sjá hvern-
ig móðurmálið er kvengert og jafnvel sett í stöðu elskandi móður. Þetta
skapar kreppu fyrir útlagahöfundinn sem berst við sektarkennd þegar hann
yfirgefur móðurmálið fyrir erlent mál. Slík „svik“ við móðurmálið fram-
kalla sektarkennd hjá höfundinum sem tekið hefur saman við erlenda
tungu og þessi sektarkennd hefur langvarandi áhrif á sjálfsmynd viðkom-
andi höfundar.23 Svipað myndmálsmynstur má reyndar einnig sjá í orðræð-
unni um þýðingar. Þá eru frumtextanum gefnir „karlmannlegir“ eiginleikar
um leið og um er að ræða skilgetinn texta þar sem enginn vafi leikur á
„faðerninu“. Þýðingin, hins vegar, er kvengerð; hún er ekki sköpun heldur
endursköpun (líkt og Eva af rifi Adams), hún er óskilgetin og faðernið er
ekki á hreinu (er það höfundurinn eða þýðandinn?).
Það er því ekki óeðlilegt að velta fyrir sér hvort Gunnar Gunnarsson hafi,
líkt og þekkt er meðal útlagahöfunda, þjáðst af sektarkennd vegna þess að
hann fluttist til Danmerkur og gerðist rithöfundur á danska tungu. Hvort
þörf hans fyrir að skapa nýjan „frumtexta“ hafi verið liður í að endurheimta
„karlmennsku“ verkanna (og í yfirfærðri merkingu sína eigin karlmennsku),
gera verkin að skilgetnu afkvæmi sínu (ég minni á orð Astráðs Eysteins-
sonar um textana sem afurð íslensks höfundar hér í upphafi greinar) - og
öðlast um leið sterkari stöðu innan íslenskrar bókmenntasögu.
Stellan Arvidsson heldur því fram í bók sinni um Gunnar Gunnarsson að