Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1999, Side 140

Andvari - 01.01.1999, Side 140
138 SOFFÍA AUÐUR BIRGISDÓTTIR ANDVARI Gunnar Gunnarsson gerði sér vel grein fyrir þessari tvíbentu afstöðu landa sinna til afreka hans á erlendri grundu. I viðtali við Matthías Johannessen segir hann meðal annars: Pað hafði alltaf verið hugmyndin að flytjast heim, en lengi vel virtist fyrir það girt. Ég átti ekki upp á pallborðið hér heima. Þorsteinn Gíslason gafst upp á að gefa út bækur mínar. Jónas Jónsson hefur látið þess getið að íslendingar hafi aldrei kært sig um Gunnar Gunnarsson og ætti að vera dómbær um þá hluti. Margt bar til - sem óþarft er að rekja.22 Hugmyndin um útlagarithöfunda sem föðurlandssvikara er alþekkt. En sú hugmynd hefur skuggahlið (eða spegilmynd) sem er minna þekkt og snýr að sjálfsmynd höfundanna sjálfra. í rannsóknum á útlagarithöfundum hef- ur komið fram að margir þeirra upplifa sig sjálfir sem svikara eða landráða- menn. Og þeirri tilfinningu fylgir sú áleitna hugsun að verk þeirra séu óskilgetin. Kjarni vandans felst í hugmyndinni (eða ímyndinni) um móður- málið og /öðwz-landið. Rithöfundurinn hefur svikið hina táknrænu foreldra sína og er fullur sektarkenndar. Lori Chamberlain ræðir þessa kreppu út- lagahöfunda í grein sinni um kyn og myndmál í orðræðunni um þýðingar. Líkt og sjá má kyndugt kynjamyndmál í orðræðu um listina að skrifa, þar sem rituninni er líkt við getnað þar sem hinn karlkyns höfundur frjógvar hið auða og kvengerða blað með sæði sínu, blekinu, má mjög oft sjá hvern- ig móðurmálið er kvengert og jafnvel sett í stöðu elskandi móður. Þetta skapar kreppu fyrir útlagahöfundinn sem berst við sektarkennd þegar hann yfirgefur móðurmálið fyrir erlent mál. Slík „svik“ við móðurmálið fram- kalla sektarkennd hjá höfundinum sem tekið hefur saman við erlenda tungu og þessi sektarkennd hefur langvarandi áhrif á sjálfsmynd viðkom- andi höfundar.23 Svipað myndmálsmynstur má reyndar einnig sjá í orðræð- unni um þýðingar. Þá eru frumtextanum gefnir „karlmannlegir“ eiginleikar um leið og um er að ræða skilgetinn texta þar sem enginn vafi leikur á „faðerninu“. Þýðingin, hins vegar, er kvengerð; hún er ekki sköpun heldur endursköpun (líkt og Eva af rifi Adams), hún er óskilgetin og faðernið er ekki á hreinu (er það höfundurinn eða þýðandinn?). Það er því ekki óeðlilegt að velta fyrir sér hvort Gunnar Gunnarsson hafi, líkt og þekkt er meðal útlagahöfunda, þjáðst af sektarkennd vegna þess að hann fluttist til Danmerkur og gerðist rithöfundur á danska tungu. Hvort þörf hans fyrir að skapa nýjan „frumtexta“ hafi verið liður í að endurheimta „karlmennsku“ verkanna (og í yfirfærðri merkingu sína eigin karlmennsku), gera verkin að skilgetnu afkvæmi sínu (ég minni á orð Astráðs Eysteins- sonar um textana sem afurð íslensks höfundar hér í upphafi greinar) - og öðlast um leið sterkari stöðu innan íslenskrar bókmenntasögu. Stellan Arvidsson heldur því fram í bók sinni um Gunnar Gunnarsson að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.