Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1999, Side 84

Andvari - 01.01.1999, Side 84
82 GUÐMUNDUR HÁLFDANARSON ANDVARI við það sem síðar hefur orðið nær viðtekin skoðun í fræðiritum, en að sjálf- stæðisbaráttunni lokinni taldi hann eðlilegt að fólk skipaðist í flokka eftir stéttarstöðu.5 Tók hann þar mið af reynslu Dana af stjórnmálum, þar sem verkamenn studdu sósíalískan verkamannaflokk en stóreignamenn ásamt embættismönnum fylktu sér að baki íhaldsflokknum. Þar á milli voru Vinstriflokkur bænda, sem tengdist samvinnuhreyfingunni, og Róttæki vinstriflokkurinn, sem Jónas nefnir Frjálslynda flokkinn, en fylgi hans kom einkum frá húsmönnum og smábændum auk nokkurs hluta millistéttar í þéttbýlinu. Fært yfir á íslenskt samfélag fannst Jónasi eðlilegt að í landinu störfuðu þrír stjórnmálaflokkar: íhalds- eða afturhaldsflokkur, framsóknar- flokkur og verkamannaflokkur. Fyrstnefndi flokkurinn skyldi aðallega starfa í bæjunum og sameina þar „kaupmenn, stærri útgerðarmenn, mikið af því fólki, sem lifir af föstum launum, og í sveitinni eitthvað af kyrstæðum bændum.“ Verkamannaflokkurinn átti líkt og í öðrum löndum „nær ein- göngu vaxtarskilyrði í bæjunum, meðal fátækari hluta bæjarmanna“ hélt hann áfram, en framsóknarflokkinn sá hann hins vegar sem hinn breiða bændaflokk, sem „nær smátt og smátt til meginþorra bændastéttarinnar og dálítils brots af miðstétt bæjanna.“6 Stefnumið flokkanna mótuðust af ólíkri aðstöðu þeirra stétta sem þeir störfuðu fyrir. íhaldsflokkar stefndu í eðli sínu að kyrrstöðu í samfélaginu, þar sem fjárhagsleg staða efnuðu stéttanna er „venjulega svo góð, að þjóðfé- lagið getur ekki bætt hana, sízt með þeim umbótum, sem framfaramenn beit- ast fyrir.“7 Að auki óttast efnamenn skatta sem fylgja framkvæmdum og verður „lífsstefna þessara manna . . . þá sú að vinna að kyrstöðu, ekki af því að þeir álíti kyrstöðuna í sjálfu sér bezta, heldur af því að hún kostar minst, og með henni getur skattabyrðin á efnafólki orðið léttbær.“ Flokkur verka- manna var hins vegar í þveröfugri aðstöðu, þar sem slæm staða umbjóðenda hans kallaði á grundvallarbreytingar á samfélaginu. Sögulegt hlutverk Fram- sóknarflokksins taldi Jónas því vera það að halda aftur af öfgunum tveimur, þ. e. að „leiða þróun félagsmálanna í samræmi við sögu og lyndishætti þjóðar- innar“ en jafnframt að verjast „breytingagirni verkamanna“ þegar hún stefndi inn á rangar brautir, svo sem með kröfum um ríkisrekstur útgerðar.8 íhaldsflokkur Framsóknarflokkur Alþýðuflokkur Kyrrstaða ■*----------------------------------------------► Breytingagimi Átakalínur í íslenskum stjómmálum samkvæmt hugmyndum Jónasar frá Hriflu. Jón Þorláksson tók allt annan pól í hæðina í greiningu sinni á íslenskri flokkaskipan, en hann lýsti sig snemma algerlega andsnúinn því að byggja hana á stéttarhagsmunum.9 Ástæður hans voru ekki endilega þær að engin
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.