Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1999, Blaðsíða 145

Andvari - 01.01.1999, Blaðsíða 145
ANDVARI ENDURFÆÐING HARMLEIKS 143 orðunum og hugsuninni, kallast nefnilega á við fyrstu útgefnu verk Guð- bergs, ljóðabókina Endurtekin orð (1961) og skáldsöguna Músin sem læðist (1961). í þeirri fyrri má sjá skáld kynna sig á sviði þeirrar veraldar sem er vettvangur endurtekinna orða, orða sem eru í senn ofurseld guðshugmynd- inni - þeirri hugmynd að guð sé höfundur tilverunnar - um leið og þau krefjast frelsis undan henni, til handa skapandi mannsmynd. í hinni síðari má sjá skáldsagnahöfund glíma við umhverfi og innra líf drengs sem líkt og verður tilvistinni að bráð eftir að ægivald móður hans yfir honum brestur. Sprottinn úr berangurslegu landslagi, hrjóstrugu mannlífi og þeim veru- leika menningar sem skáldskapurinn einn er fær um að tjá, skynjar dreng- urinn - lifandi dauður - á víxl takmörk sín og vilja frammi fyrir svimandi verkefninu: að lifa. Slík er skynjunin í verkum Guðbergs, líkt og mök séu höfð við tilveruna, tilraunakennd skynjun sem tekur á sig skapandi myndir hugsunar um möguleika endurtekinna orða við útmörk Evrópu. í Faðir og móðir og dul- magn bernskunnar má ekki aðeins greina þessa skynjun, heldur verður hún viðfang skáldsagnahöfundarins í leit að uppruna lífs og listar. Samfara þeim djúpstæðu spurningum sem verkið vekur í því efni, spurningum á borð við: Hvert er samband ímyndunar og dauða? Hvað er það við lífið sem deyðir manninn hið innra? Hvernig viðheldur maður trú sinni á lífið í óþreytandi félagsskap dauðans - öðlast lesandi ekki aðeins þátttöku í leit skáldsagna- höfundar að uppruna sínum, handan kreddu sagnfræðinnar um rétt og rangt og handan regluþrælkunar almennra hugmynda um það sem á að vera satt í lífi manns, heldur í hugsun nútímaskáldsagnahöfundar um listina, séða frá sjónarhóli lífsins: Ég veit að hugsunin getur farið vítt um loftið, sest á mölina og gróið marglit hvar sem hún festir rætur. Hún er ekki bæn til lífsins, lífið þarf ekki á bæn að halda, það fer sínu fram og hefur enga samúð með þeim sem eru á lífi og lífið hefur engin lögmál, bara við sem búum þau til. (232) faðir Þetta er ekki lærdómsrík skáldsaga frá byrjun aldarinnar, segir maðurinn, ætluð þeim sem finna unað í því að blekkja sig og þykjast vera réttlátir og góðir. Þessi skáldsagnahöfundur vill hins vegar geta spurt: Hver er ég, einkum þegar ég lít á sjálfan mig sem afkomanda foreldra minna? Til þess verður hann ekki aðeins að segja sögur af uppvexti þeirra, því takmarka- lausa óréttlæti sem varð hlutskipti þeirra beggja í lífinu og þeim skugga dauðans sem setur mark sitt á kynnin af lífinu: Ég held að fólki sem hefur orðið fyrir ríkri reynslu í æsku og heldur áfram að vera snautt og undirokað með ýmsu móti ævilangt, hinum svonefndu fátæklingum, hafi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.