Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1999, Page 49

Andvari - 01.01.1999, Page 49
ANDVARI EINAR ÓLAFUR SVEINSSON 47 mikill hluti af handriti II. bindis, þar sem fjallað er um dróttkvæði, er til og hefur verið nær fullbúinn þegar önnur störf kölluðu Einar Ólaf frá þessu verki sem hann hefur svo ekki haft starfsþrek til að hrinda úr vör á nýjan leik þegar hann lét af störfum sem forstöðumaður Handritastofnunar íslands rösklega sjötugur. Þótt íslenzkar bókmenntir í fornöld hafi vitaskuld verið afrakstur af kennslu Einars við Háskóla íslands um nærri tveggja áratuga skeið, virðist hann hafa gengið frá verkinu á furðuskömmum tíma. f*að ber þess líka ýmis merki, einkum á þann hátt að textinn er stundum óþarflega langorður og ekki alltaf svo skýr sem æskilegt væri en vísanir til heimilda í rýrasta lagi. Samt er bókin afreksverk og birtir marga af kostum Einars sem fræðimanns og bókmenntarýnis. Hér er umfram allt um verk að ræða sem dregur saman niðurstöður rannsóknasögu, setur í menningarsögulegt samhengi og lýsir þeim verkum sem um er fjallað. Pað er einmitt í lýsingu og greiningu verk- anna og fagurfræðilegu mati sem bókmenntasaga Einars ber langt af fyrri yfirlitsritum sem nálgast að vera sambærileg að umfangi. Það má kalla happ að honum skyldi þó vinnast tími til að fjalla svo ræki- lega um eddukvæði sem hann gerir hér, af því að hann hafði lítið birt uni þau áður. Ljóst er að þau höfðu lengi verið honum hugleikin, sjálfsagt allt frá því hann las þau fyrst ellefu til tólf ára gamall, eins °g hann hefur sjálfur greint frá (sjá hér bls. 54). Ást hans á þessum kveðskap, skilningur hans og þekking höfðu líka komið fram í út- varpsdagskrám sem síðar verður getið. Aldursgreining er eitt af þeim viðfangsefnum sem rannsakendur eddukvæða hafa lengi glímt við, og er ágreiningur þó enn djúpstæð- Ur- Þótt því fari fjarri að Einar Ólafur reyni að tímasetja eddukvæði ejns nákvæmlega og fyrirrennari hans við bókmenntasöguritun, Finn- Ur Jónsson, er honum hugað um að greina sundur mismunandi ald- urslög þessarar kvæðahefðar, greina fornleg kvæði frá unglegum og helst að leita vísbendinga um á hvaða öld hvert kvæði muni til orðið. Þegar ágreiningur er um hvort kvæði séu heldur ung eða gömul, sem allmörg dæmi eru um, hallast Einar einatt á þá sveifina að þau séu gömul, a.m.k. að stofni til; má þar nefna kvæði eins og Þrymskviðu og Rígsþulu. Ýmsir fræðimenn hafa viljað telja þessi kvæði mjög ung, frá 13. öld, en Einar Ólafur er þó engan veginn einn um sín viðhorf. Franski trúarbragðafræðingurinn George Dumézil telur Rígsþulu runna af ævafornum rótum. Bjarne Fidjestpl tók, með fyrirvara, und-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.